Máltíðir
Svínabógur með bökuðu rótargrænmeti
Á aðfangadag vill ég helst hafa purusteik í kvöldmat og hún hentar mjög vel fyrir fólk í fráhaldi því hún er ekkert nema vel kryddað og hreint kjöt með fitu. Það getur hins vegar verið smá trikk að elda purusteik rétt svo hún verði bæði safarík og með krispí puru. Í ár prufaði ég að …
Sykurlaus graskersbaka
Graskersbökur eru vinsælar á þessum tíma árs og ég varð að prófa sykurlausa og fráhaldsvæna uppskrift að einni slíkri. Þessi miðast við að vera borðuð í hádeginu með grískri jógúrt með engiferbragði. Botninn: 15 g kalt smjör 20 g sojahveiti (eða 50/50 soja og möndlumjöl) 25 g hveitikím Salt 1 msk kalt vatn Smá sykurlaust …
Kanilsnúðar
Sykurlausir kanilsnúðar úr hveitikími. Uppskrift: 35 g hveitikím 20 g sojahveiti (eða 50% fituskert möndlumjöl) Smá matarsódi 15 g sykurlaus strásæta 40 g mjólk 15 + 15 g smjör 1 msk sykurlaust Cinnamon síróp Bræðið smjörið og vigtið þurrefnin, mjólkina og sírópið í skál. Blandið 15 g af smjöri við deigið í skálinni. Penslið margnota …
Kímbrauð með laxasalati
Laxasalat: 50 g reykur lax 50 g ég 15 g majónes 1/2 tsk Maille “old style” Dijon sinnepskorn (ath inniheldur hvítvín í 3ja sæti innihaldslýsingar, má skipta út fyrir venjulegt Dijon sinnep) Hermesetas sætuefni 1 msk vatn
Kímbrauð með reyktum laxi og sinnepssósu
Kímbrauð með reyktum laxi og sinnepssósu. Það er erfitt að finna graflaxsósu sem hentar fólki í fráhaldi. Flestar sósurnar innihalda sykur í einhverjum af fyrstu fjórum sætum innihaldslýsingarinnar. Nonni var samt með graflaxsósu fyrir síðustu jól sem var mjög góð og ég hef minnst á hér Auður. Ég vona að sú verði fáanleg fyrir þessi …
Gulrótarkaka úr hveitikími
Gerði tilraun með sykurlausa gulrótarköku úr hveitikími í hádegismat og hún heppnaðist bara vel. Mun eflaust þróa þessa uppskrift eitthvað áfram – sérstaklega langar mig til að gera sætara krem á kökuna. Uppskrift: 50g hveitikím 2 msk Canderel sæta 2 tsk sukrin gold Smá sykurlaust vanillusíróp 20g rifin gulrót 1 dl vatn
Nautahakk með sveppum, eggaldini og grænkáli
Ég á yfirleitt afgang af elduðu nautahakki í ísskápnum sem ótrúlega gott og fljótlegt er að græja í dýrindismáltíð. Ég hef verið að prófa að nota meira grænmeti sem vex ofanjarðar og draga aðeins úr neyslu á rótargrænmeti. Að þessu sinni notaði ég sveppi, eggaldin og grænkál. Ég skar grænmetið í hæfilega bita og steikti …
Þunnbotna hveitikímpizza
Þegar ég var unglingur elskaði ég að gera heimagerðar pönnupizzur þar sem botninn varð stökkur og þunnur. Ég hef alltaf verið hrifnari af stökkum og þunnbotnapizzum frekar en hefðbundnum pizzabotnum. Það var því algjört aha móment þegar ég áttaði mig á því hvernig ég kæmist næst því að gera slíkan botn úr hveitikími. Ég nota …
Þurrkuð epli
Ég prófaði í fyrsta skipti að þurrka epli í ofni um daginn og ég var mjög ánægð með útkomuna. Ég eignaðist nýlega spíraller (spiralizer) sem getur skotið grænmeti og ávexti í þunnar skífur með lítilli fyrirhöfn. Ég tók kjarnann úr einu epli og skellti því í græjuna og fékk út þessar fínu skífur sem fóru …
Kjúklingasalat með kotasælu og sólþurrkuðum tómötum
Kjúklingalundir frá Holta er hægt að fá hreinar, án vatns og sykurs. Mér finnst mjög þægilegt að skella kjúklingalundum í eldfast mót ásamt kryddi, kotasælu og smá sólþurrkuðum tómötum og inn í ofn á 200°C í ca 25 mínútur. Hægt að bera fram með hvers kyns salati eða elduðu grænmeti. Ég nota oft bara afgangs …
Kjúklingasalat með kotasælu og sólþurrkuðum tómötum Read More »
Hamborgari með frönskum og skífum
Hamborgari með káli, steiktum sveppum og eggaldini, feta osti, hamborgarasósu á hveitikími brauði og með steinseljuskífum og sellerírótarfrönskum. Ég hef ekki gert mikið af rótargrænmetisfrönskum í gegnum tíðina en nú þegar Findusfranskarnar eru ófáanlegar þá verður kona bara að gera sínar franskar sjálf :) Ég ákvað að nota steinseljurót og sellerírót og skar sellerírótina í …
Sítrónukaka með smjörkremi
Þessi sítrónukaka er tilvalin í hádegismat t.d. um helgar eða þegar afmælisveisla er framundan. Innihald: 15 g hveitikím 10 g sojahveiti eða fituskert möndlumjöl 10 g Erythritol eða Natvia strásæta 8 g mjólk matarsódi sítrónusafi úr 1/4 sítónu og smá raspaður sítrónubörkur 2 g olía Öllu blandað vel saman í skál. Best er að nota lítið kökumót …
Ostakímbrauð og hummus
Hér er uppskrift að ostakímbrauði og húmmus úr sojabaunum sem gott er t.d. að hafa í hádegismat. Gæti líka verið ágætisnesti. Ostakímbrauð: 40 g kím Sesamfræ Birkisalt frá Saltverk eða sambærilegt Hvítlaukskrydd (smá) Best á allt 5 g Parmigiano Reggiano ostaduft úr poka 5 g Parmigiano Reggiano ostur rifinn með rifjárni 1 dl heitt vatn …
Súkkulaðibollakaka með kremi og LAVA salti
Hér er fullkomin uppskrift að fráhaldsvænni súkkulaðibollaköku með sjúklega góðu kremi úr kotasælu og sojahnetusmjöri. Hver bollakaka notar aðeins 20 g af eggi og því er best að baka þrjár múffur í einu og eiga inni fyrir aðra máltíð. Bollakökurnar ættu að teymast ágætlega í ísskáp eða í íláti við stofuhita í 2-3 daga. Innihald bollaköku (1stk): …
Steikur “KFC” kjúklingur án kolvetna
Hér ætti að vera aðvörun fyrir viðkvæma og vanmáttuga matarfíkla. Þessir kjúklingaleggir minna einna helst á KFC kjúklingabita. Þeir eru rosalegir. Ég rakst á þessa uppskrift hjá @actaullylowcarb á Instagram en aðlagaði hana og gerði fráhaldsvæna. Innihald: 1 bakki kjúklingaleggir (100% kjúklingur) 1 egg 1 poki af KIMs purusnakki Gott kjúklingakrydd að eigin vali Aðferð: Hakkið …
Bláberjabúst
Mér finnst erfitt að borða 240 g af bláberjum í morgunmat en það er ekkert mál þegar þau eru komin í gott búst. Þetta einfalda búst inniheldur 240 g bláber, 100 g skyr eða ab mjólk og 1 lúku af klaka. Öllu mixað saman í Nutribullet blandara í stutta stund. Ef of mikið af klökum …