Þunnbotna hveitikímpizza 

Þegar ég var unglingur elskaði ég að gera  heimagerðar pönnupizzur þar sem botninn varð stökkur og þunnur. Ég hef alltaf verið hrifnari af stökkum og þunnbotnapizzum frekar en hefðbundnum pizzabotnum.

Það var því algjört aha móment þegar ég áttaði mig á því hvernig ég kæmist næst því að gera slíkan botn úr hveitikími. Ég nota smá ost til að ná betri bindingu í deiginu og fæ að auki meira ostabragð af pizzunni.

Pizzabotn:

  • 40-50g hveitikími
  • 5 g Parmigiamo Reggiano ostur
  • Heitt pizzakrydd
  • Italian seasoning frá t.d Badia
  • Sesamfræ
  • Herbamare salt
  • 1 dl heitt vatn

Blanda öllu saman og fletja út á olíuborinn margnota bökunarpappír. Best finnst mér að setja bökunarpappír eða plastfilmu ofan á deigið og þrýsta því út með lófanum.

Því næst fer botninn inn í ofn í 10 mínútur á 200°C.

Botninn er svo tekin úr úr ofninum og skrefinu raðað á. Ég var með Huntz pizzasósu, pepperóní, sveppi, lauk, feta ost og Parmigiamo Reggiano ost.

Leave a Comment