Súkkulaðibollakaka með kremi og LAVA salti

Hér er fullkomin uppskrift að fráhaldsvænni súkkulaðibollaköku með sjúklega góðu kremi úr kotasælu og sojahnetusmjöri. Hver bollakaka notar aðeins 20 g af eggi og því er best að baka þrjár múffur í einu og eiga inni fyrir aðra máltíð. Bollakökurnar ættu að teymast ágætlega í ísskáp eða í íláti við stofuhita í 2-3 daga.

Innihald bollaköku (1stk): 

  • 20 g egg
  • 10 g fituskert möndlumjöl eða sojahveiti
  • 10 g Erythryol
  • 1 tsk Walden Farms sykurlaust og kaloríusnautt súkkulaðisíróp
  • Matarsódi á hnífsoddi
  • 8 g mjólk
  • Vanilluduft (t.d. frá Sollu)
  • Sykurlaust French vanillusíróp (venjulegt vanillusíróp gengur líka)
  • 2 g hreint sykurlaust kakó (má sleppa)
  • 2 g olía (má sleppa t.d. ef borða á kökuna í morgunmat)

Byrja á því að brjóta eitt egg í skál og píska það saman í eggjahræru. Vigta svo öll hin innihaldsefnin saman í skál og setja 20 g af eggi út í blönduna. Hræra vel saman. Spreyja bollakökuform með olíu og setja deigið í formið. Elda í örbylgjuofni í 4 mínútur. Taka úr forminu og leyfa kökunni að kólana vel á disk áður en kremið er sett á.

Krem á eina bollaköku:

  • 10 g sojahnetusmjör
  • 10 g kotasæla
  • Sykurlaust French vanilla síróp
  • 5 g ristaðar sojahnetur
  • LAVA salt frá Saltverk

Vigta sojahnetusmjör, kotasælu og French vanilla síróp saman í litla skál og setja í örybylgjuofn í 30 sek. Hræra vel saman þar til kremið verður silkimjúkt. Hella kreminu út á kökuna, mylja sojahneturnar og strá þeim út á kremið og setja loks smá klípu af Lava salti út á.

 

Þrjár mismunandi bollakökur tilbúnar í ofninn. Ein með möndlumjöli og kakó. Ein með möndulmjöli en ekkert kakó og að lokum ein úr sojahveiti og ekkert kakó.
Innihaldsefnin fyrir kremið: Sojahnetusmjör (fæst á Amazon.com), kotasæla, ristaðar sojahentur frá The Food Doctor og að lokum sykurlaust French Vinalla syrup frá Torani.
Svona lítur kremið út áður en það fer í örbyljuofninn. Engin ástæða til að blanda þessu saman fyrr en eftir að búið er að hita ostinn og hnetusmjörið.
Svona lítur kremið út þegar það kemur úr örbylgjuofninum.
Bakaðar bollakökur og tilbúið krem og sojahnetur til að setja út á.
Tilbúin sykurlaus og hveitilaus súkkulaðibollakaka sem er bæði glæsileg og girnileg.

Þetta var svo morgunmaturinn minn þennan morguninn.

  • Múffa (57 g protein)
  • Kaffi með 80 g mjólk (20 g protein)
  • 172 g skyr/grísk jógúrt búst (43 g protein)
  • 240 g jarðaber

1 thought on “Súkkulaðibollakaka með kremi og LAVA salti”

  1. Pingback: Sojahnetugott - Plenty Sweet

Leave a Comment