Sykurlaus graskersbaka

Graskersbökur eru vinsælar á þessum tíma árs og ég varð að prófa sykurlausa og fráhaldsvæna uppskrift að einni slíkri. Þessi miðast við að vera borðuð í hádeginu með grískri jógúrt með engiferbragði.

Botninn:

  • 15 g kalt smjör
  • 20 g sojahveiti (eða 50/50 soja og möndlumjöl)
  • 25 g hveitikím
  • Salt
  • 1 msk kalt vatn
  • Smá sykurlaust vanillusíróp

Blandið hveiti, mjöli og salti saman við smjörið. Ég notaði teskeið til að blanda þessu vel saman og svo bætti ég vatninu og sírópinu saman við til að það væri aðeins auðveldara að mynda deigið. Deiginu þrýsti ég svo í form sem búið var að pensla með smá olíu.

Fylling:

  • 1 egg
  • 120 g grasker (e. butternut squash) – eldað og stappað
  • 1 tsk Sukrin gold
  • Kanil
  • Engifer
  • Múskat

Graskerið þarf að vera eldað og mjúkt svo hægt sé að blanda því vel saman við eggið, sætuefnið og kryddið. Öllu pískað vel saman og svo helt út á botninn í forminu. Allt sett inn í ofn á 180°C í ca. 40-50 mínútur. Bakan er tilbúin þegar hnífsoddur er hreinn þegar honum er stungið í kökuna miðja.

“Engiferrjómi”:

  • 40 g grísk jógúrt
  • Engifer
  • Sykurlaust vanillusíróp
  • Hermesetas sætuefni

 

Blanda öllu hráefninu saman og smyrja á kökuna og kæla. Það má einnig sleppa því að smyrja kökuna og kæla blönduna bara sér í ískáp í ca. 20 mínútur. Þegar blandan er köld þá virkar hún aðeins þykkari og meira eins og rjómi.

Leave a Comment