Ostakímbrauð og hummus

Hér er uppskrift að ostakímbrauði og húmmus úr sojabaunum sem gott er t.d. að hafa í hádegismat. Gæti líka verið ágætisnesti.

Ostakímbrauð:

  • 40 g kím
  • Sesamfræ
  • Birkisalt frá Saltverk eða sambærilegt
  • Hvítlaukskrydd (smá)
  • Best á allt
  • 5 g Parmigiano Reggiano ostaduft úr poka
  • 5 g Parmigiano Reggiano ostur rifinn með rifjárni
  • 1 dl heitt vatn

Öllu blandað saman og flatt út á margnota bökunarpappír sem búið er að spreyja með olíu. Mér finnst best að leggja plastfilmu ofan á deigið og nota hendurnar til að fá það eins þunnt og mögulegt er.

Eldað við 180°C í ofni í 20-30 mínútur. Fylgist vel með því  þegar það byrjar að brenna gerist það frekar hratt.

Húmmus: 

  • 75 g niðursoðnar sojabaunir
  • 1 tsk Tahini (sesamsmjör)
  • Sítrónusafi
  • 40 g sólþurrkaðir tómatar (olían þerruð af)
  • 10-15 g olífuolía
  • 1 dl vatn

Hakka allt saman í blandara þar til hummúsin er orðin mjúk og tómatarnir og baunirnar mynda ekki kekki.

Gott að bera t.d. fram með 25 g fetaosti og 120 g af hráum gulrótum.

Leave a Comment