Nautakjöt

Hamborgari með frönskum og skífum

Hamborgari með káli, steiktum sveppum og eggaldini, feta osti, hamborgarasósu á hveitikími brauði og með steinseljuskífum og sellerírótarfrönskum. Ég hef ekki gert mikið af rótargrænmetisfrönskum í gegnum tíðina en nú þegar Findusfranskarnar eru ófáanlegar þá verður kona bara að gera sínar franskar sjálf :) Ég ákvað að nota steinseljurót og sellerírót og skar sellerírótina í …

Hamborgari með frönskum og skífum Read More »

Nautalund á Grillmarkaðinum

Ég fór á Grillmarkaðinn í tilefni af afmælinu mínu og var ánægð með matseðillinn. Það var ýmislegt í boði sem hentar lágkolvetna fráhaldsfólki eins og mér en mér leist best á steikurnar. Ég pantaði mér því stóra nautalund með létt steiktu grænmeti, salati og bernessósu. Steikinni fylgdi líka einhvers konar brún sósa sem kölluð var sveppagljái. …

Nautalund á Grillmarkaðinum Read More »

Hakk og grænmetisspagetti

Hakk og grænmetisspagetti með feta osti. Grænmetisspagettíið er gert úr ydduðum gulrótum og kúrbít. Máltíð:  Steikt hakk – 70g Feta ostur – 30 g Tómatar, laukur, kúrbítur og gulrætur – 300g Aðferð: Steikið hakk á pönnu með góðu kryddi t.d. Best á allt og Grillkryddið frá Pottagöldrum og svo að sjálfsögðu salt og pipar. Ég …

Hakk og grænmetisspagetti Read More »

Nautatunga

[wpmem_logged_in][foodiepress][/wpmem_logged_in]Ef þú hefur ekki prófað saltaða nautatungu þá mæli ég hiklaust með því að þú prófir að elda eina slíka í sunnudagsmatinn. Hún er sannkallaður herramannsmatur.

Hamborgari með feta osti

Hamborgari steikur á pönnu og vigtaður. Fetaosti bætt við til að fylla proteinskammtinn. Steikja sveppi, lauk, fennel og rauða paprikku og bæta svo við gúrku og salati eins og hver vill upp í grænmetisskammt. Hamborgarasósa (15g). Hamborgarabrauð: 30 g hveitikími 2 tsk af sesam fræum 1 tsk sesam mjöli 1 dl vatn