Nautahakk með sveppum, eggaldini og grænkáli

Ég á yfirleitt afgang af elduðu nautahakki í ísskápnum sem ótrúlega gott og fljótlegt er að græja í dýrindismáltíð.

Ég hef verið að prófa að nota meira grænmeti sem vex ofanjarðar og draga aðeins úr neyslu á rótargrænmeti.

Að þessu sinni notaði ég sveppi, eggaldin og grænkál. Ég skar grænmetið í hæfilega bita og steikti á pönnu. 

Nautahakkið vigta ég og hita svo upp á pönnu og set Huntz pizzasósu út á, ásamt smá vatni.

Mér finnst líka gott að setja rifinn Parmigiano Reggiano ost út á. 

Leave a Comment