Hádegismatur

Kjúklingasalat með kotasælu og sólþurrkuðum tómötum

Kjúklingalundir frá Holta er hægt að fá hreinar, án vatns og sykurs. Mér finnst mjög þægilegt að skella kjúklingalundum í eldfast mót ásamt kryddi, kotasælu og smá sólþurrkuðum tómötum og inn í ofn á 200°C í ca 25 mínútur. Hægt að bera fram með hvers kyns salati eða elduðu grænmeti. Ég nota oft bara afgangs …

Kjúklingasalat með kotasælu og sólþurrkuðum tómötum Read More »

Ostakímbrauð og hummus

Hér er uppskrift að ostakímbrauði og húmmus úr sojabaunum sem gott er t.d. að hafa í hádegismat. Gæti líka verið ágætisnesti. Ostakímbrauð: 40 g kím Sesamfræ Birkisalt frá Saltverk eða sambærilegt Hvítlaukskrydd (smá) Best á allt 5 g Parmigiano Reggiano ostaduft úr poka 5 g Parmigiano Reggiano ostur rifinn með rifjárni 1 dl heitt vatn …

Ostakímbrauð og hummus Read More »

Kímbrauðsneið með lambakjöti, osti og bernes

Íslendingur á Quiznos, Lambabátur á Hlölla og hvað þetta heitir nú allt saman. Ég er búin að finna upp lækningu við þessum lambalokum og hún felst í þessum rétti. Ég notaði afgang af grilluðum lambakótilettum ofan á kímbrauðsneið ásamt piparosti, fetaost og bernaisesósu. 40g kímbrauðsneið gerð í örbylgjuofni 50 g lambakjöt 25 g piparostur 20 …

Kímbrauðsneið með lambakjöti, osti og bernes Read More »

BLT

Svo syndsamlega góð er þessi samloka að mér líður eins og ég ætti að borða hana í laumi. Kjúklingur og stökkt beikon í majónessósu ásamt ferksu salati og tómötum. BLT með kjúklingi er klárlega ein af mínum uppáhaldssamlokum. Þetta er þriðja útgáfan af BLT á síðunni og það er alltaf einhver smá munur. Kímbrauðsneið: Brauðsneiðina er fljótlegast …

BLT Read More »

Ostakaka

Mig er búið að dreyma um að búa til almennilega sykurlausa ostaköku í hádegismat og þetta er fyrsta tilraunin mín. Hún heppnaðist bara alveg ágætlega og tilraunirnar verða pottþétt fleiri. Ég hlakka til að þróa þessa enn frekar.

Súpa með silungi

Þessu grænmetissúpa er n.k. súpumóðir þ.e.a.s. hún er grunnur að mörgum öðrum súpum sem ég geri. Uppskrift fyrir einn: 1 laukur meðalstór 1 rauð paprikka 2 litlir tómatar 2 sneiðar af eggeldin 1cm engifer 2 hvitlauksgeirar Herbamare salt Pipar Best á allt kryddið 1 tsk kraftur eða 1/2 teningur Avókadóolía Kókosolía 1tsk 40 g létt …

Súpa með silungi Read More »

Pönnukökur með Canderel sætu og sykurlausu sírópi

Venjulegar íslenskar ömmupönnukökur með sykurlausri sætu.Pönnukökurnar eru bornar fram með Canderl strásætu og/eða sykurlausu sírópi. Fyrir þá sem eru í fráhaldi þá geta þessar pönnukökur verið partur af hvaða máltíð dagsins sem er. Þær nota 80 g af protein skammti í formi eggs, sojahveitis og mjólk. Þær gætu því t.d. vel verið efirmatur eftir góða súpu …

Pönnukökur með Canderel sætu og sykurlausu sírópi Read More »

Hörpuskel og risarækjur með sveppum, salati og hvítlaukssmjöri

Ég gjörsamlega elska skelfisk af ýmum gerðum og stór hörpudiskur er þar fremstur meðal jafninga. Þessi réttur er svo góður að vandamálið við hann er að mann langar alltaf í meira. Að þessu sinni eldaði ég hörpudiskinn með risarækjum sem ég keyptir frosnar og lét þiðna yfir nótt. Ég byrjaði á því að smjörsteikja sveppi …

Hörpuskel og risarækjur með sveppum, salati og hvítlaukssmjöri Read More »