BLT

Svo syndsamlega góð er þessi samloka að mér líður eins og ég ætti að borða hana í laumi. Kjúklingur og stökkt beikon í majónessósu ásamt ferksu salati og tómötum. BLT með kjúklingi er klárlega ein af mínum uppáhaldssamlokum.

Þetta er þriðja útgáfan af BLT á síðunni og það er alltaf einhver smá munur.

Kímbrauðsneið:

Brauðsneiðina er fljótlegast og best að gera í örbylgjuofni. Mér finnst gott að nota ferkanntað lok af IKEA plastboxi til að móta fallega brauðsneið úr kíminu. Í þessri brauðsneið voru 40 g hveitikím, 5-10 g sesamfræ (svört og hvít), Herbamare salt, Best á allt kryddið frá Pottagöldrum og svo ca. 1 dl heitt vatn. Brauðið er eldað í örbylgjuofninu fyrst í 3-4 mínútur og svo 1 mínútu á hinni hliðinni. Það er svo látið standa aðeins og kólna á meðan við klárum að útbúa salatið.

BLT kjúklingasalat:

  • 70 g eldaður kjúklingur
  • 25 g stökt beikon
  • 20 g grísk jógúrt
  • 15 g mæjónes’
  • smá vatn
  • salt og pipar eftir smekk
  • 160 g tómatar og kál eða salatblanda

Aðferð:

  • Kjúklingurinn er skorin í strimla eða bita eftir því hvesu gróft þú vilt hafa salatið.
  • Ég nota eðalbeikon frá SS og ég steiki það í örbylgjuofni. Ég ríf eina örk af bökunarpappír (einnota) og legg sneiðarnar á annan helming arkarinnar og brýt svo hinn helminginn yfir sneiðarnar þannig að þær eru alveg pakkaðar inn í bökunarpappírinn. Ég set beikonsneiðarnar í bökunarpappírnum inn í örbylgjuofn í 5 mínútur eða þar til það er orðið vel stökkt. Svo ríf ég beikonið í litla bita, vigta 25 grömm og blanda saman við 70 g af kjúklingi.
  • Ég set svo majónesið og grísku jógúrtina saman við kjúklinginn og beikonið og hræri vel saman. Ég set smá af vatni, kannski 2 msk, saman við til að þynna sósuna smá og þá dreifist hún líka betur og gerir kjúklinginn vel þakin sósu.
  • Krydda svo salatið eftir smekk.
  • Set brauðsneiðina á disk og raða svo káli, salati og tómötunum ofan á og wholllahh … klikkað gott.

Eini gallinn við þessa samloku er að það þarf helst að borða hana með hífapörum :)

Leave a Comment