Hádegismatur

Pylsur með öllu

Pylsur í kímbrauði með tómatsósu, sinnepi, remúlaði og steiktum lauk, rauðkáli og sveppum. Laukurinn, rauðkálið og sveppirnir eru steiktir á pönnu og persónulega reyni ég að fá laukinn smá stökkann og jafnvel örlítið brenndan. Ég nota sykurlausu Tiger tómatsósuna, sykurlaust sinnep og 15 g af remúlaði. Hádegismatur: 30 g kímbrauð í öryblygjuofni 100 g pylsur …

Pylsur með öllu Read More »

Hlaðborðið á Vox

Ég borðaði hádegismat á Vox í dag og fékk að sjálfsögðu frábæran mat eins og alltaf. Það er iðulega hægt að finna nóg af elduðu og fersku grænmeti sem auðvelt er að vigta á diskinn sinn ef það skiptir máli.

Salad með parmaskinku og fetaosti

Einfalt og fljótlegt salad með hráskinku og fetaosti. Þetta salat er svo auðvelt og tilvalið bæði að útbúa heima og í vinnunni þar sem ég hef aðgang að frábærum saladbar. Blandað salad (240 g). Bæti svo bara hráskinkunni við (50g) og fetaosti (50 g) ásamt 15 g af fetaolíunni.

Calamari salad

Á ferðalagi í London í ágúst 2015 keypti ég mér þetta girnilega salat með smokkfiski frá Marks & Spencer. Úrvalið af salötum er alveg frábært hjá þeim en ég var að sjálfsögðu að leita að salati sem myndi henta mínu matarplani og skammtastærðum. Ég fékk ca. 100 g smokkfisk og 200 g salad út úr …

Calamari salad Read More »

Hveitikím pizza með pepperoni, sveppum og osti

Ég fæ aldrei leið á pizzu og um árabil hefur uppáhaldspizzan mín verið með pepperóní og sveppum. Þegar ég bjó fyrir vestan árið 1996 smakkaði ég pizzu með kokteilsósu í fyrsta sinn. Það var eiginlega ekkert aftur snúið með það. Þvílíkur sælkeri sem ég er og sjúk í kokteilsósu þá var þetta eiginlega ódauðlegt kombó. Það er …

Hveitikím pizza með pepperoni, sveppum og osti Read More »

Hamborgari með feta osti

Hamborgari steikur á pönnu og vigtaður. Fetaosti bætt við til að fylla proteinskammtinn. Steikja sveppi, lauk, fennel og rauða paprikku og bæta svo við gúrku og salati eins og hver vill upp í grænmetisskammt. Hamborgarasósa (15g). Hamborgarabrauð: 30 g hveitikími 2 tsk af sesam fræum 1 tsk sesam mjöli 1 dl vatn