Máltíðir

Humarsúpa með graskersvöfflum

Ég er alltaf til í að finna fráhaldsvænar leiðir til að borða humar. Hér er uppskrift að mjög einfaldri humarsúpu eða humarsoði með graskersvöfflum. Humarsúpa 100g skelflettir humarhalar 15 g smjör 20g g-mjólk 1dl vatn Hvítlaukskrydd Steinselja kraftur eða grænmetisduft salt og pipar Steikja humar á pönnu upp úr olíu/smjöri. Krydda eftir smekk. Bæta við …

Humarsúpa með graskersvöfflum Read More »

Kjúklingaloka BLT

Ég er búin að mastera uppáhaldasamlokuna mína. Ég er búin að prófa all nokkrar útgáfur af opnum BLT samlokum með hveitikímbrauði en þessi er framúrskarandi frábær. Ég geri hálfgerðar vefjur úr hveitikíminu svo ég geti loka samlokunni eða vafið henni upp og borðað með höndunum. Brauðið er miklu þynnra og betra og mjög auðvelt að …

Kjúklingaloka BLT Read More »

Aspassúpa (hveitilaus)

Ég átti dós af aspas sem ég var að vandræðast með. Mig langaði í aspassúpu en ekki auðvelt kannski að laga aspassúpu ef maður borðar ekki hveiti. Ég prófaði að gera hveitilausa aspassúpu með því að nota sojahveiti í staðinn og það heppnaðist mjög vel. Hveitilaus aspassúpa (2 skammtar): 15g smjör 20g sojahveiti 100g mjólk …

Aspassúpa (hveitilaus) Read More »

Túnfisksloka

Hveitikímsloka með túnfisksalati er mjög góður hádegismatur og gott að taka með sér í vinnuna eða einfalt að gera í hádeginu ef maður er að vinna heima. Ég er komin upp á lagið með að baka úr nýja kíminu sem fæst nú í búðum á Íslandi eftir að hætt var framleiðslu á þessu hollenska með …

Túnfisksloka Read More »

Steikt hvítkál með beikoni

Steikt hvítkál er ótrúlega gott og saðsamt. Sérstaklega með beikoni. Ég steiki beikonið fyrst á pönnu og tek það svo af pönnunni. Steiki hvítkálið upp úr beikonfitunni þar til það er orðið mjúkt. Krydda með salti og pipar. Geggjað gott.

Karrý kjúklingaloka

Ljúffeng karrý kjúklingaloka í hveitikímbrauði. Kjúklingasalat: 100g eldaður kjúklingur með kryddmauki (mild curry sause). 20 g karrýkrydduð blómkálsgrjón 15g hvítlaukssósa Smá lime safi Salt og pipar Hveitikímbrauð: 55 g hveitikím 1msk möluð hörfræ (gold) 1 tsk husk 1 msk sesamfræ Herbamare salt 110 ml sjóðandi heitt vatn Öllu blandað saman og hrært vel í blöndunni …

Karrý kjúklingaloka Read More »

Kímbrauð með kjúklingasalati

Einfalt í hádeginu. Kímbrauð með kjúklingasalati. 60g kímbrauð í örbylgjuofni Kjúklingasalat: 80g niðurskorin kjúklingur (t.d. bringa). Það fást mjög djúsí grillaðar kjúklingabringur í frystinum í Costco sem hægt er að hita upp á 30 mínútum. 20g steikt beikonkurl og soyjabitar með beikonbragði 15g mæjónes 30 g hrein AB mjólk Búa til salat með því a …

Kímbrauð með kjúklingasalati Read More »

Kímvefja með laxi og grænmeti

Prófaði að búa til vefjur úr kími og hörfræjum. Ég mjó til mjöl úr 30g af hörfræum í kaffikvörn og blandaði við 30g af kími. Bætti við salti, hvítlaukskryddi og engifer og 60g af sjóðandiheitu vatni. Vefjuna steikti ég við meðalhita á pönnukökupönnu. Það kom rosa vel út.

Reykt síld með karrýsósu

Mér finnst síld mjög góð en öll marineruð síld sem er fáanlega hér á landi inniheldur sykur. Í Bónus er hægt að kaupa danska síld í dós sem heitir Klipper. Þetta er reykt síld í olíulegi með piparkornum og það besta er að það er enginn sykur í þessari síld.