Humarsúpa með graskersvöfflum

Ég er alltaf til í að finna fráhaldsvænar leiðir til að borða humar. Hér er uppskrift að mjög einfaldri humarsúpu eða humarsoði með graskersvöfflum.

Humarsúpa

  • 100g skelflettir humarhalar
  • 15 g smjör
  • 20g g-mjólk
  • 1dl vatn
  • Hvítlaukskrydd
  • Steinselja
  • kraftur eða grænmetisduft
  • salt og pipar

Steikja humar á pönnu upp úr olíu/smjöri. Krydda eftir smekk. Bæta við smjöri, mjólk, vatni og krafti og láta sjóða í smá stund.

Graskersvöfflur

Geggjaðar mini graskersvöfflur.

  • 80 g eldað grasker / butternut squash
  • 50 g hveitikím
  • 1 tsk sesamfræ
  • 1 msk hörfræ, möluð í kaffikvörn (má sleppa)
  • Herbamate salt
  • 1 msk heitt vatn

Gott að nota afganga af graskeri sem hefur verið eldað t.d. daginn áður. Byrja á að hita graskerið í örbylgjuofni í 1 mín. Vigta og blanda þurrefnum í skál og stappa svo graskeri saman við. Bæta heitu vatni við eftir þörfum. Blandan á að vera frekar þykk.

Hita vöfflujárn og spreyja lét með olíu ef þess þarf. Baka vöfflu úr deiginu þar til elduð í gegn. Mjög gott er að dýfa vöfflunni í humarsúpuna.

Ég nota lítið vöfflujárn sem ég keypti á Amazon til að fá litlar vöfflur með djúpu munstri sem halda vökva vel. Ég mæli algjörlega með þessu vöfflujárni.

Mini vöfflujárn

Geggjað “mini” vöfflujárn sem er frábært að taka mér sér t.d. á ferðalög þegar maður þarf að skella í kímbrauð eða gera litla ommilettu.