Túnfisksloka

Hveitikímsloka með túnfisksalati er mjög góður hádegismatur og gott að taka með sér í vinnuna eða einfalt að gera í hádeginu ef maður er að vinna heima.

Ég er komin upp á lagið með að baka úr nýja kíminu sem fæst nú í búðum á Íslandi eftir að hætt var framleiðslu á þessu hollenska með bleika miðanum.

Lokan er úr 55 g af hveitikími, 1 msk sesamfræjum og 1 msk hörfræjum og 1,5 dl sjóðandi heitu vatni. Kryddað með Herbamare. Öllu blandað saman og flatt út á bökunarpappír.

Túnfisksalatið er úr 15g mæjó, 20g grískri jógúrt, 95g túnfiski og 40g rauðlauk og káli. Salt og pipar eftir smekk.