Serrano loka úr hveitikími

Þessi samloka er algjör snilld í hádeginu. Hún er að fyrirmynd serranosamlokunnar hjá Joe and the Juice.

Hveitikímloka:

  • 55g kím
  • 1 msk hörfræ (möluð)
  • 1 msk sesamfræ
  • 1 tsk kúmen fræ
  • Matarsódi
  • Herbamare salt
  • 40g grísk jógúrt
  • 1dl vatn

Hræra allt saman í skál. Ég mala hörfræin í kaffikvörn. Pensla margnota bökunarpappír með olíu. Skipta deiginu og móta tvö ferhyrnd lokubrauð á bökunarpappírinn. Strá smá sesam og chiafræjun ofan á lokurnar. Hita í ofni í 15 mínútur á 180°C. Snúa brauðinu við og baka í aðrar 5-10 mínútur.

Þegar lokurnar eru tilbúnar þá er best að láta þær aðeins kólna og setja svo áleggið á.

Álegg:

  • 100g Mozzarella ostur og hráskinka
  • 40g klettakál
  • 15g Alioli hvítlaukssmjör

Alls: 120g prótein, 40g grænmeti, 55g kím, 15g fita.

Leave a Comment