Kebab hakkabollur með blómkálsgrjónum

Þessi uppskrift byggir á ketórétti frá Eldum rétt og ég gerði fráhaldsvæna útgáfu af.

Kebab hakkabollur:

  • Nautahakk ca 350g
  • Fetaostur 3msk
  • 1egg
  • 1 msk sojahveiti eða fituskert möndlumjöl
  • Indversk kryddblanda / kebabkrydd
  • 1tsk flögusalt

Allt hráefnið sett í skál og blandað vel saman. Bollur gerðar úr blöndunni og steikt á pönnu upp úr olíu í ca. 15 mínútur þar til bollurnar eru vel brúnaðar og eldaðar í gegn.

Blómkálsgrjón:

  • Hálfur blómkálshaus
  • Karrýkryddblanda
  • Salt

Taka laufin af blómkálinu og setja svo blómkálið í matvinnsluvél. Láta vélina ganga þar til blómkálið líkist grjónum. Blanda kryddinu saman við.

Hita smá olíu í potti við miðlungshita og steikja grjónin í nokkrar mínútur þar til þau eru vel heit. Passa að brenna grjónin ekki. Taka pottinn af hellunni og setja lok á og láta standa í smá stund.

Vigta skammta og bera fram hakkabollur með blómkálsgrjónum og fersku salati.

Alls: 120g hakkabollur / prótein, 320g blómkálsgrjón og ferskt salat /grænmeti og 30g hvítlaukssósa. Bæta við 35 g hveitikímbrauði.

Leave a Comment