Morgunmatur

Þurrkuð epli 

Ég prófaði í fyrsta skipti að þurrka epli í ofni um daginn og ég var mjög ánægð með útkomuna.  Ég eignaðist nýlega spíraller (spiralizer) sem getur skotið grænmeti og ávexti í þunnar skífur með lítilli fyrirhöfn. Ég tók kjarnann úr einu epli og skellti því í græjuna og fékk út þessar fínu skífur sem fóru …

Þurrkuð epli  Read More »

Súkkulaðibollakaka með kremi og LAVA salti

Hér er fullkomin uppskrift að fráhaldsvænni súkkulaðibollaköku með sjúklega góðu kremi úr kotasælu og sojahnetusmjöri. Hver bollakaka notar aðeins 20 g af eggi og því er best að baka þrjár múffur í einu og eiga inni fyrir aðra máltíð. Bollakökurnar ættu að teymast ágætlega í ísskáp eða í íláti við stofuhita í 2-3 daga. Innihald bollaköku (1stk):  …

Súkkulaðibollakaka með kremi og LAVA salti Read More »

Bláberjabúst 

Mér finnst erfitt að borða 240 g af bláberjum í morgunmat en það er ekkert mál þegar þau eru komin í gott búst. Þetta einfalda búst inniheldur 240 g bláber, 100 g skyr eða ab mjólk og 1 lúku af klaka. Öllu mixað saman í Nutribullet blandara í stutta stund. Ef of mikið af klökum …

Bláberjabúst  Read More »

Sykur- og hveitilausar vanillu og súkkulaði múffur

Ég er búin að hugsa smá um hvernig ég get gert sykurlausar og kakólausar múffur og ákvað að prófa að nota sykurlaust og kaloríusnautt Walden farms súkkulaðisíróp til að fá súkkulaðibragðið. Eftir að hafa dottið niður á fituskert möndlumjöl þá ákvað ég líka að prófa það í staðinn fyrir hluta af sojamjölinu sem ég hef …

Sykur- og hveitilausar vanillu og súkkulaði múffur Read More »

Ommiletta með kotasælu

Ommiletta með kotasælu bragðast mjög vel. Eggjakakan verður rjómakenndari og mun meiri um sig.  Ommiletta: 1 egg – 60 g Kotasæla – 30 g 5 g rifinn hreinn mozzarellaostur Eggið er hrært saman við kotasæluna og kryddað með Best á allt, salt og pipar eða bara því sem þér finnst gott. G Hrærunni er skellt …

Ommiletta með kotasælu Read More »

Lambalærissneiðar með fetaosti og ávaxtasalati

Það er vel hægt að fá sér steik í morgumat í fráhaldi. Tilvalið að fá sér aðganga t.d. af lambalæri frá kvöldinu áður og borða með fetaosti og ávaxtasalati. Morgunmatur: 80 g lambalærissneiðar 20 g fetaostur (olía þurrkuð af með eldhúspappír) 240 g ávaxtasalat (gular og appelsínugular melónur, appelsínur og ananas)

Súkkulaði pönnukaka með sojarjóma og jarðarberjum

Hér er ein stórhættuleg pönnukaka sem ég fæ mér á tyllidögum. Pönnukaka: 1 egg 15 g sojahveiti 1/4 tsk matarsódi Sykurlaust vanillu síróp 1-2 tsk sykurlaus súkkulaðisósa t.d. frá Tyrani eða Walden Farmers Smá hermesetas sætuefni Pönnukökuna geri ég eins og venjulega sojapönnuköku nema ég bæti við 1-2 tsk af Walden farmers eða Torany sykurlausri …

Súkkulaði pönnukaka með sojarjóma og jarðarberjum Read More »

Apríkósur með mozzarellaosti

Sætar og góðar apríkósur með mozzarellaosti og sykurlausri strásætu. 240 g apríkósur 40 g mozzarella ostur, litlu kúlurnar Canderell strásæta (eða sambærilegt) Aðferð: Apríkósurnar eru skornar til helminga og steininn tekinn úr. Mozzarella ostakúlur skornar í smærri bita og osturinn settur í holuna. Önnur útfærsla er að nota 11% Philadelphia smurost. Þennan ost þarf að …

Apríkósur með mozzarellaosti Read More »

Sykurlaus jarðaberjasulta

Einföld sykurlaus jarðaberjasulta sem passar með öllu. Það er tilvalið að nota jarðaber sem eru á síðasta snúning í sultugerðina. Ég vigtaði 150 g jarðaber og skar þau í bita, setti í pott og hitaði upp að suðu. Ég setti skvettu af Hermesetast sætu, stráði slatta af Canderell yfir og slurk af sykurlausu vanillusírópi. Ég …

Sykurlaus jarðaberjasulta Read More »

Greipdjús

Greipdjús úr rauðu greiði, stevíu og 1 dl vatni. Skerið greip í tvo helmina og skafið svo eins mikið af aldinkjötinu og hægt er úr hýðinu beint í blenderinn. Passið að vigta hvað fer mikið af greipaldin í blenderinn ef það skiptir ykkur máli. Bæti svo við slatta af Hermesetas eða stevíu til að fá sætara …

Greipdjús Read More »

Pönnukaka með ananas og vanillujógúrt

Pönnukaka með ananas og jógúrti með sykurlausu vanillu sírópi Uppskrift að pönnuköku má t.d. finna hér: Pönnukaka með jarðaberjum Niðursoðinn ananas í dós finnst mér bestur ef dósinn hefur verið geymd í ísskáp yfir nótt. Morgunmatur: Pönnukaka: 1 egg + 15 sojamjöl = 75 g protein Ananas: 240 g

Jógúrt með eplum og múslí

Það er frábært að geta fengið sér stökkt og brakandi musli út á jógúrt á morgnana. Muslíið er gert úr 10 g af sojahakki og 1 msk af sesamfræjum sem eru steikt á pönnu úr smá sesamolíu og sykurlausu salted caramel sírópi. 100 g grísk jógúrt 1 rautt epli 10g sojahakk