Súkkulaði pönnukaka með sojarjóma og jarðarberjum

Hér er ein stórhættuleg pönnukaka sem ég fæ mér á tyllidögum.

Pönnukaka:

  • 1 egg
  • 15 g sojahveiti
  • 1/4 tsk matarsódi
  • Sykurlaust vanillu síróp
  • 1-2 tsk sykurlaus súkkulaðisósa t.d. frá Tyrani eða Walden Farmers
  • Smá hermesetas sætuefni

Pönnukökuna geri ég eins og venjulega sojapönnuköku nema ég bæti við 1-2 tsk af Walden farmers eða Torany sykurlausri súkkulaðisósu og smá sætuefni með. Hræri öllu saman og steiki á pönnukökupönnu.

Rjómi:

Athugið að rjómi er bannaður hjá flestum í fráhaldi og því nauðsynlegt að spyrja sponsor hvort að sojarjómi sé í lagi. Það má vel skipta sojarjómanum út fyrir 100 g gríska jógúrt með sykurlausu French Vanilla sírópi og Hermesetas sætu. Það er alveg jafngott og 100% löglegt í fráhaldi.

Sojarjóminn heitir Soy Whip er tilbúinn þeyttur sojarjómi á sprautubrúsa sem hægt er að kaupa í flestum stórmörkuðum. Það er líka hægt að búa sér til sinn eigin sojaróma úr sojamjólk og jurtaolíu. Ég hef ekki prófað það en er að spá í að prófa það fljótlega. Ég læt ykkur vita hvernig það heppnast síðar.

Skammtur:

  • Pönnukaka (75 g prótein) + sojarjómi (25g  prótein).
  • Ávöxtur: 240 g jarðaber

Leave a Comment