Sykur- og hveitilausar vanillu og súkkulaði múffur

Ég er búin að hugsa smá um hvernig ég get gert sykurlausar og kakólausar múffur og ákvað að prófa að nota sykurlaust og kaloríusnautt Walden farms súkkulaðisíróp til að fá súkkulaðibragðið. Eftir að hafa dottið niður á fituskert möndlumjöl þá ákvað ég líka að prófa það í staðinn fyrir hluta af sojamjölinu sem ég hef annars bakað múffur úr hingað til. Fituskert möndlumjöl innihéldur bæði hærra hlutfall af próteini en sojamjöl (40 g/39,5 g), minna magn af kolvetnum og sykri, minni fitu og meiri trefjar. Ég vigta möndlumjölið eins og prótein.

Innihald fyrir 2 múffur:

  • 1 lítið egg – 50 g
  • 15 g fituskert möndlumjöl (má líka nota sojamjöl)
  • 10 g sojamjöl
  • 1/2 tsk matarsódi
  • 1-2 msk Canderel strásæta
  • 1/2 tsk vanilluduft
  • 20 g mjólk
  • 1 msk sykurlaust vanillusíróp
  • 1 tsk Walden Farms súkkulaðisíróp

Aðferð:

Blanda öllu saman í skál nema Walden farms sírópinu. Spreyja tvö múffuform úr sílikoni með olíu. Hella helmingnum af blöndunni í annað formið, blanda Walden farms sírópinu við restina af deiginu. Hella súkkulaðideiginu í hitt formið og baka báðar múffurnar í 2:30 mínútur í örbylgjuofni.

Deigið í sílikonformunum áður en það er sett í örbylgjuofninn.

Tilbúnar múffur.

Leave a Comment