Kjúklingavefja
Vefjur úr kími og hörfræjum.
Þessi uppskrift byggir á ketórétti frá Eldum rétt og ég gerði fráhaldsvæna útgáfu af.
Crispy duck er klárlega uppáhaldsmatur. Þessi er útgáfa er æðislega góð. Andarbringur með Romain salati, gúrkum, púrrulauk og sesamolíu.
Kjúklingalundir með rjómakarrýsósu, piparosti og steiktu grænmeti s.s. blómkáli, kúrbít og sveppum.
Þetta brokkólísalat er mjög gott með hvers konar kjöti t.d. grillaðri lambakótilettu og nípufrönskum.
Á aðfangadag vill ég helst hafa purusteik í kvöldmat og hún hentar mjög vel fyrir fólk í fráhaldi því hún er ekkert nema vel kryddað og hreint kjöt með fitu. Það getur hins vegar verið smá trikk að elda purusteik rétt svo hún verði bæði safarík og með krispí puru. Í ár prufaði ég að …
Sykurlausir kanilsnúðar úr hveitikími. Uppskrift: 35 g hveitikím 20 g sojahveiti (eða 50% fituskert möndlumjöl) Smá matarsódi 15 g sykurlaus strásæta 40 g mjólk 15 + 15 g smjör 1 msk sykurlaust Cinnamon síróp Bræðið smjörið og vigtið þurrefnin, mjólkina og sírópið í skál. Blandið 15 g af smjöri við deigið í skálinni. Penslið margnota …
Ég á yfirleitt afgang af elduðu nautahakki í ísskápnum sem ótrúlega gott og fljótlegt er að græja í dýrindismáltíð. Ég hef verið að prófa að nota meira grænmeti sem vex ofanjarðar og draga aðeins úr neyslu á rótargrænmeti. Að þessu sinni notaði ég sveppi, eggaldin og grænkál. Ég skar grænmetið í hæfilega bita og steikti …
Hamborgari með káli, steiktum sveppum og eggaldini, feta osti, hamborgarasósu á hveitikími brauði og með steinseljuskífum og sellerírótarfrönskum. Ég hef ekki gert mikið af rótargrænmetisfrönskum í gegnum tíðina en nú þegar Findusfranskarnar eru ófáanlegar þá verður kona bara að gera sínar franskar sjálf :) Ég ákvað að nota steinseljurót og sellerírót og skar sellerírótina í …
Hér ætti að vera aðvörun fyrir viðkvæma og vanmáttuga matarfíkla. Þessir kjúklingaleggir minna einna helst á KFC kjúklingabita. Þeir eru rosalegir. Ég rakst á þessa uppskrift hjá @actaullylowcarb á Instagram en aðlagaði hana og gerði fráhaldsvæna. Innihald: 1 bakki kjúklingaleggir (100% kjúklingur) 1 egg 1 poki af KIMs purusnakki Gott kjúklingakrydd að eigin vali Aðferð: Hakkið …
Mamma benti mér á að það væri hægt að kaupa góðan frosinn salfisk í bitum í Bónus. Ég valdi saltfiskssporða, beinlausa með roði. Ég er mjög sátt með útkomuna og mun pottþétt elda saltfisk oftar á næstunni. Eldaði nánast frosna sporða í eldföstu móti á 180°C heitum ofni í 15 mínútur. Kryddaði og setti smá …
Girnilegur og góður lax sem auðvelt er að elda og bragðið klikkar ekki. [foodiepress]
Það ættu allir að verða saddir eftir þetta ljúffenga kjúklingasalat með stökku beikoni og grilluðu eggaldini.
Litirnir í þessum kjúklingarétti eru svo sumarlegir og bragðið er frábært.
Ofnbakaður lax með nípum, brokkólí, blómkáli, kúrbít og smjöri.
Ég eldaði mér þessar ljúffengu andabringu þegar ég var á ferðalagi í London sumarið 2015. Ég hef á ferðalögum undanfarið reynt að leigja mér Airbnb íbúð eða herbergi með eldurnaraðstöðu til að eiga möguleika á að undirbúa mínar máltíðir sjálf. Í stórmörkuðum í London er svo þægilegt að versla og hægt að kaupa passlega stóra …
Annar frábær hamborgari með piparosti og bernessósu, steiktum sveppum og lauk, klettakáli, blaðsalati og snakktómötum á hveitikímsbrauði. Innihald: 120 g lúxusborgari (endaði í 75 g eftir eldun). 12 g piparostur 1 askja Flúðasveppir 1 lítill laukur 10 g klettakál 10 g blaðsalat 30 g bernessósa Máltíð: 75g borgari + 12 g piparostur 360 g grænmeti …
Kjúklingur með tómatbasilsósu og brokkólí. Kjúklingarlundir: 1 bakki af kjúklingalundum Salt, pipar og Montral kjúklingakrydd Ferskur mozzarellaostur (hálf kúla eða nokkrar litlar kúlur) Aðferð: Krydda kjúklinginn, setja í eldfast mót og strá söxuðum mozzarellaostinum yfir. Inn í ofn á 180°C í ca. 25 mínútur. Tómatbasilsósa: 1 askja kirsuberjatómatar (250 g) Lúka af ferskum basil Hvítlauksgeiri …
Kjúklingalundir með mozzarella og tómatbasilsósu Read More »
Steikt lambafillet í ofni með smjörsteiktum sveppum og brokkólí og nípum. Fyrst sker ég nípurnar í ílanga bita, set í eldfast mót með olíu og salti. Því næst krydda ég kjötið. Kjötið og nípurnar eru elduð í ca 35-40 mínútur í 180℃ heitum ofni.