Hveitikím pizza með pepperoni, sveppum og osti

Ég fæ aldrei leið á pizzu og um árabil hefur uppáhaldspizzan mín verið með pepperóní og sveppum. Þegar ég bjó fyrir vestan árið 1996 smakkaði ég pizzu með kokteilsósu í fyrsta sinn. Það var eiginlega ekkert aftur snúið með það. Þvílíkur sælkeri sem ég er og sjúk í kokteilsósu þá var þetta eiginlega ódauðlegt kombó. Það er því ekki leiðinlegt að geta leyft sér að borða svona frábæran júnkmat í fráhaldi.

Það er lítið mál að gera pizzubotn úr hveitikími. Í botninn þarf a.m.k. 40 g af hveitikími og jafnvel betra að hafa meira magn til að fá aðeins stærri botn. Pizzubotninn hér á myndinni er úr hveitikími (55 g).

Til að gera góðan botn nota ég hveitikím, sesam fræ, vel af pizza kryddi með oreganó og svo vatn. Öllu innihaldinu er blandað saman í skál og svo sett á stóran disk og botninn myndaður með skeið eða sleikju þannig að út fáist eins stór pizzabotn og mögulegt er. Svo forbaka ég botninn í örbylgjuofni áður en ég raða álegginu á pizzuna.

Deigið þarf 4 mínútur í örbylgjuofninum, fyrst 3 mínútur, svo snúa botninum við og baka í 1 mínútu í viðbót.
Ef botninn er mjög blautur þegar hann kemur úr örbylgjuofninum þá þerra ég hann stundum með eldhúspappír. Því næst er álegginu raðað á pizzuna og hún bökuð í venjulegum ofni í 10-15 mínútur við 20°C.

Álegg á pizzuna eru Hunts pizza sósa, 25 g pepperóní, 45 g rifinn ostur, 40 g sveppir og 15 g kokteilsósa.

 

image

image

Ertu að leita þér að góðri pizzu? Hér eru fleiri hugmyndir.

 

[posts_grid limit=”3″ orderby=”ASC” categories=”Pizza” tags=”” exclude_posts=”” ]

Leave a Comment