Hveitikím pizza með pepperóní, rauðlauk og sveppum

Ég elska pizzur með pepperoni og sveppum. Svona geri ég uppáhaldspizzuna mína.

Pizzubotn: 

  • 40 g hveitikím
  • 1 tsk sesam fræ
  • 1 tsk sesammjöl
  • 1 tsk pizza krydd
  • Herbamare salt
  • 1 dl heitt vatn

Öllu blandað vel saman í skjál. Deigið er sett á ofnplötu með margnota bökunarpappír. Ég pensla oft papprínn með avókadóolíu til öryggis.

Deigið er mótað í hringlaga pizzubotn og svo aðeins meira pizzukrydd yfir.

Botninn er bakaður í ca. 20 mínútur og svo tekinn út og álegginu raðað á.

Álegg á pizzu: 

  • 1 msk Huntz pizzasósa
  • 30 g pepperoni
  • 30 g hakk
  • 30 g feta ostur
  • 15 g rifinn mozzarella ostur í grænu pokunum frá MS eða Piparostur (ath velja ost án sterkju)
  • Sveppir 50 g
  • Rauðlaukur 30 g

Öllu raðaða á pizzuna og kryddað með smá pizza kryddi eða oregano. Aftur inn í ofn við 180-200°C í ca. 15 mínútur.

Borðist svo með 80 grömmum af fersku salati, gúrkum og tómmötum

 

Leave a Comment