Nautalund á Grillmarkaðinum

Ég fór á Grillmarkaðinn í tilefni af afmælinu mínu og var ánægð með matseðillinn. Það var ýmislegt í boði sem hentar lágkolvetna fráhaldsfólki eins og mér en mér leist best á steikurnar. Ég pantaði mér því stóra nautalund með létt steiktu grænmeti, salati og bernessósu. Steikinni fylgdi líka einhvers konar brún sósa sem kölluð var sveppagljái.

Rétturinn á matseðlinum innihélt franskar kartöflur en það var ekkert mál að skipta þeim út fyrir léttsteikt grænmeti. Ég pantaði svo salat aukalega til að fá örugglega nóg grænmeti.

Ég vil heldur vigta matinn sjálf frekar en að láta aðra um það svo ég spyr sjaldan um slíkt á veitingastöðum. Það var meira en nægur matur í boði og í rauninni var steikin alltof stór fyrir mig eða um 250g. Mér dugði tæpur helmingur.

Maturinn var mjög góður og ég mæli sko hiklaust með þessu.

image

image

image

image

image

image

Ég er sátt svo lengi sem ég get skipt út kartöflum og grjónum yfir í rótargrænmeti og/eða salat og pantað nægilega mikið auka grænmeti með eins og ég þarf.

Leave a Comment