Kebab hakkabollur með blómkálsgrjónum
Þessi uppskrift byggir á ketórétti frá Eldum rétt og ég gerði fráhaldsvæna útgáfu af.
Þessi uppskrift byggir á ketórétti frá Eldum rétt og ég gerði fráhaldsvæna útgáfu af.
Ég á yfirleitt afgang af elduðu nautahakki í ísskápnum sem ótrúlega gott og fljótlegt er að græja í dýrindismáltíð. Ég hef verið að prófa að nota meira grænmeti sem vex ofanjarðar og draga aðeins úr neyslu á rótargrænmeti. Að þessu sinni notaði ég sveppi, eggaldin og grænkál. Ég skar grænmetið í hæfilega bita og steikti …
Hamborgari með káli, steiktum sveppum og eggaldini, feta osti, hamborgarasósu á hveitikími brauði og með steinseljuskífum og sellerírótarfrönskum. Ég hef ekki gert mikið af rótargrænmetisfrönskum í gegnum tíðina en nú þegar Findusfranskarnar eru ófáanlegar þá verður kona bara að gera sínar franskar sjálf :) Ég ákvað að nota steinseljurót og sellerírót og skar sellerírótina í …
Annar frábær hamborgari með piparosti og bernessósu, steiktum sveppum og lauk, klettakáli, blaðsalati og snakktómötum á hveitikímsbrauði. Innihald: 120 g lúxusborgari (endaði í 75 g eftir eldun). 12 g piparostur 1 askja Flúðasveppir 1 lítill laukur 10 g klettakál 10 g blaðsalat 30 g bernessósa Máltíð: 75g borgari + 12 g piparostur 360 g grænmeti …
Þessi opna samloka er frábær til að taka með í nesti í vinnuna ef maður hefur aðgang að örbylgjuofni og á nautahakksafganga í ísskápnum. Hún er gerð úr 45 g kímbrauði, 50 g af nautahakki og 25 g af rifnum osti. Ég geri 45 gramma kímbrauðssneið í örbygljuofni að morgni áður en ég fer í …
Mjög gott hakk og grænmetis lasagne fyrir einn með kotasælu og hvítlauksbrauði. Lasagne: Nautahakk Gulur laukur Sveppir – 1 askja Rauð paprikka Spergilkál (broccholi) – lítill haus Eggaldin (1/2) Hunts pizza sósa 1 dl heitt vatn Salt og pipar Avókadóolía Kotasæla – 20 g Rifin ostur – 10 g Kryddið hakkið og steikið á pönnu. …
Ég fór á Grillmarkaðinn í tilefni af afmælinu mínu og var ánægð með matseðillinn. Það var ýmislegt í boði sem hentar lágkolvetna fráhaldsfólki eins og mér en mér leist best á steikurnar. Ég pantaði mér því stóra nautalund með létt steiktu grænmeti, salati og bernessósu. Steikinni fylgdi líka einhvers konar brún sósa sem kölluð var sveppagljái. …
Hakk og grænmetisspagetti með feta osti. Grænmetisspagettíið er gert úr ydduðum gulrótum og kúrbít. Máltíð: Steikt hakk – 70g Feta ostur – 30 g Tómatar, laukur, kúrbítur og gulrætur – 300g Aðferð: Steikið hakk á pönnu með góðu kryddi t.d. Best á allt og Grillkryddið frá Pottagöldrum og svo að sjálfsögðu salt og pipar. Ég …
Hakk með grænmeti er virkilega góður og saðsamur kvöldmatur. Hakkið er kryddað með góðu grillkjötskryddi og steikt á pönnu þar til það er orðið vel brúnað og steikt. Gulrætur, sveppir og laukur eru skorin í hæfilega stóra bita og brokkólíhaus rifinn niður í greinar. Best er auðvitað að nota ferskt grænmeti en það er vel …
[wpmem_logged_in][foodiepress][/wpmem_logged_in]Ef þú hefur ekki prófað saltaða nautatungu þá mæli ég hiklaust með því að þú prófir að elda eina slíka í sunnudagsmatinn. Hún er sannkallaður herramannsmatur.
Beikonborgari með steiktum sveppum, feta osti, salati og hamborgarasósu.
Ég var farin að sakna þess að geta ekki fengið mér almennilega mexíkóska torillu og prófaði að gera pönnukökuna úr blómkáli í stað hveitiköku. Þetta var æðislegt og verður pottþétt eldað aftur fljótlega. Tortilla úr blómkáli: 1/2 blómkálshaus 1 stórt egg Best á allt Herbamare salt Chilli explosion krydd Ég byrja á því að hakka …
Hamborgari steikur á pönnu og vigtaður. Fetaosti bætt við til að fylla proteinskammtinn. Steikja sveppi, lauk, fennel og rauða paprikku og bæta svo við gúrku og salati eins og hver vill upp í grænmetisskammt. Hamborgarasósa (15g). Hamborgarabrauð: 30 g hveitikími 2 tsk af sesam fræum 1 tsk sesam mjöli 1 dl vatn