Bakstur

Sykur- og hveitilausar vanillu og súkkulaði múffur

Ég er búin að hugsa smá um hvernig ég get gert sykurlausar og kakólausar múffur og ákvað að prófa að nota sykurlaust og kaloríusnautt Walden farms súkkulaðisíróp til að fá súkkulaðibragðið. Eftir að hafa dottið niður á fituskert möndlumjöl þá ákvað ég líka að prófa það í staðinn fyrir hluta af sojamjölinu sem ég hef …

Sykur- og hveitilausar vanillu og súkkulaði múffur Read More »

Próteinríkt mjöl í lágkolvetnabakstur

Mig langar til að benda ykkur á hvaða mjöl ég nota við bakstur. Þau eru öll próteinrík og henta þeim sem eru á lágkolvetnamataræði vel. Þetta eru: Sojahveiti Sesammjöl Fituskert möndlumjöl Sesammjölið er próteinríkast en möndlumjölið er kolvetnasnauðast. Athugið að það er verið að nota ákveðna tegund af möndlumjöli en venjulegt möndlumjöl er mun fitumeira …

Próteinríkt mjöl í lágkolvetnabakstur Read More »

Ostakímkex

Mig langaði svo í eitthvað gott hrökkkex úr hveitikími og ákvað að reyna að búa til ostakex og ég er þvílíkt ánægð með niðurstöðuna.  Innihald: 30 g hveitikími Sesamfræ 1-2 tsk Herbamare salt Best á allt kryddið Complete seasoning frá Badia Hvítlaukskrydd eða laukkrydd 5 g Parmigiamo Reggiano ostur (sjá mynd) 60 g heitt vatn  …

Ostakímkex Read More »

Súkkulaði pönnukaka með sojarjóma og jarðarberjum

Hér er ein stórhættuleg pönnukaka sem ég fæ mér á tyllidögum. Pönnukaka: 1 egg 15 g sojahveiti 1/4 tsk matarsódi Sykurlaust vanillu síróp 1-2 tsk sykurlaus súkkulaðisósa t.d. frá Tyrani eða Walden Farmers Smá hermesetas sætuefni Pönnukökuna geri ég eins og venjulega sojapönnuköku nema ég bæti við 1-2 tsk af Walden farmers eða Torany sykurlausri …

Súkkulaði pönnukaka með sojarjóma og jarðarberjum Read More »

Pönnukökur með Canderel sætu og sykurlausu sírópi

Venjulegar íslenskar ömmupönnukökur með sykurlausri sætu.Pönnukökurnar eru bornar fram með Canderl strásætu og/eða sykurlausu sírópi. Fyrir þá sem eru í fráhaldi þá geta þessar pönnukökur verið partur af hvaða máltíð dagsins sem er. Þær nota 80 g af protein skammti í formi eggs, sojahveitis og mjólk. Þær gætu því t.d. vel verið efirmatur eftir góða súpu …

Pönnukökur með Canderel sætu og sykurlausu sírópi Read More »

Pönnukaka með ananas og vanillujógúrt

Pönnukaka með ananas og jógúrti með sykurlausu vanillu sírópi Uppskrift að pönnuköku má t.d. finna hér: Pönnukaka með jarðaberjum Niðursoðinn ananas í dós finnst mér bestur ef dósinn hefur verið geymd í ísskáp yfir nótt. Morgunmatur: Pönnukaka: 1 egg + 15 sojamjöl = 75 g protein Ananas: 240 g

Pönnukaka með cantaloupe melónu

Cantaloupe melóna er ótrúlega sæt og safarík á bragðið og passar mjög vel ofan á pönnuköku með smá grískri jógúrt. Hérna er skammturinn 240 g cantaloupe melóna, 100 g grísk jógúrt hræð út með sykurlausu vanillusírópi og Hermesetas sætuefni. Pönnukakan er úr einu eggi ,15 g af sojahveiti og smávegis af matarsóda og sykurlausu vanillusírópi.

Hveitikím pizza með pepperoni, sveppum og osti

Ég fæ aldrei leið á pizzu og um árabil hefur uppáhaldspizzan mín verið með pepperóní og sveppum. Þegar ég bjó fyrir vestan árið 1996 smakkaði ég pizzu með kokteilsósu í fyrsta sinn. Það var eiginlega ekkert aftur snúið með það. Þvílíkur sælkeri sem ég er og sjúk í kokteilsósu þá var þetta eiginlega ódauðlegt kombó. Það er …

Hveitikím pizza með pepperoni, sveppum og osti Read More »

Beyglur

Ég keypti mér þetta flotta beygluform / kleinuhringjaform í Fjarðarkaupum og var að prófa að búa til beyglur. Þær urðu nú bara nokkuð flottar.