Próteinríkt mjöl í lágkolvetnabakstur

Mig langar til að benda ykkur á hvaða mjöl ég nota við bakstur. Þau eru öll próteinrík og henta þeim sem eru á lágkolvetnamataræði vel.

Þetta eru:

  • Sojahveiti
  • Sesammjöl
  • Fituskert möndlumjöl

Sesammjölið er próteinríkast en möndlumjölið er kolvetnasnauðast. Athugið að það er verið að nota ákveðna tegund af möndlumjöli en venjulegt möndlumjöl er mun fitumeira og próteinsnauðara en þetta sem ég er að bera saman við  frá funksionell og er sýnt hér á myndum. Bæði sesammjölið og möndlumjölið hafa meira prótein, minna af kolvetnum og minni fitu en sojamjölið.

Sojamöl næringarinnihald í 100 grömmum:

  • Orka……….1775 kJ/423 kcal
  • Fita…………21,2 g / mettuð…3,1 g
  • Kolvetni…..10,8 g / sykur …10,8 g
  • Prótein…….39,7 g
  • Trefjar……..14,9 g
  • Salt………….0,2 g

Sojamjölið frá Sólgæti og sojamjölið frá Infinityfoods hafa sama næringarinnihald í 100 g.

Sesammjöl næringarinnihald í 100 g:

  • Orka……….1697 kJ/405 kcal
  • Fita…………19 g /mettuð…3 g
  • Kolvetni…..6 g / sykur …0 g
  • Prótein…….46 g
  • Trefjar……..15 g
  • Salt………….0 g

Möndlumjöl næringarinnihald í 100 g:

  • Orka……….1318 kJ/315 kcal
  • Fita…………11 g / mettuð…1 g
  • Kolvetni…..4 g / sykur …2 g
  • Prótein…….40 g
  • Trefjar……..20 g
  • Salt………….0 g

 

 

Leave a Comment