Kjöt

BLT

Svo syndsamlega góð er þessi samloka að mér líður eins og ég ætti að borða hana í laumi. Kjúklingur og stökkt beikon í majónessósu ásamt ferksu salati og tómötum. BLT með kjúklingi er klárlega ein af mínum uppáhaldssamlokum. Þetta er þriðja útgáfan af BLT á síðunni og það er alltaf einhver smá munur. Kímbrauðsneið: Brauðsneiðina er fljótlegast …

BLT Read More »

Sesarsalat með kjúklingi

Stundum fæ ég hreinlega löngun í sesarsalat og þá er að tilvalið að henda í kjúklingasalat með hveitikímsbrauðteningum og Sesar salatdressingu. Rosa gott! Salat: Eldaður kjúklingur (105 g á mann). Tilvalið að nota afgang af kjúklingi frá því kvöldið áður. Salat (240 g á mann) t.d. Romance salat, gúrka, tómatar. 5 g rifinn Parmigiano Reggiano ostur …

Sesarsalat með kjúklingi Read More »

Kjúklingalundir með mozzarella og tómatbasilsósu

Kjúklingur með tómatbasilsósu og brokkólí. Kjúklingarlundir:  1 bakki af kjúklingalundum Salt, pipar og Montral kjúklingakrydd Ferskur mozzarellaostur (hálf kúla eða nokkrar litlar kúlur) Aðferð: Krydda kjúklinginn, setja í eldfast mót og strá söxuðum mozzarellaostinum yfir. Inn í ofn á 180°C í ca. 25 mínútur.   Tómatbasilsósa: 1 askja kirsuberjatómatar (250 g) Lúka af ferskum basil Hvítlauksgeiri …

Kjúklingalundir með mozzarella og tómatbasilsósu Read More »

Lambafillet með sveppum, brokkólí og nípum

Steikt lambafillet í ofni með smjörsteiktum sveppum og brokkólí og nípum. Fyrst sker ég nípurnar í ílanga bita, set í eldfast mót með olíu og salti. Því næst krydda ég kjötið. Kjötið og nípurnar eru elduð í ca 35-40 mínútur í 180℃ heitum ofni.

Nautalund á Grillmarkaðinum

Ég fór á Grillmarkaðinn í tilefni af afmælinu mínu og var ánægð með matseðillinn. Það var ýmislegt í boði sem hentar lágkolvetna fráhaldsfólki eins og mér en mér leist best á steikurnar. Ég pantaði mér því stóra nautalund með létt steiktu grænmeti, salati og bernessósu. Steikinni fylgdi líka einhvers konar brún sósa sem kölluð var sveppagljái. …

Nautalund á Grillmarkaðinum Read More »

Kjúklingur með sólþurrkuðum tómötum og piparostasósu

Þennan kjúklingarétt gerði ég eftir að hafa séð svipaða uppskrift á netinu að kjúklingarétti með sólþurrkuðum tómötum og rjómaosti. Ég aðlagaði réttinn að mínum þörfum og skipti rómaosti út fyrir 11% Philadelphia ost og piparost. Þetta er mjög einfaldur réttur sem Kjúklingalærin eru krydduð með góðu kjúklingakryddi og sett í eldfast mót ásamt nokkrum sneiðum …

Kjúklingur með sólþurrkuðum tómötum og piparostasósu Read More »

Hakk og grænmetisspagetti

Hakk og grænmetisspagetti með feta osti. Grænmetisspagettíið er gert úr ydduðum gulrótum og kúrbít. Máltíð:  Steikt hakk – 70g Feta ostur – 30 g Tómatar, laukur, kúrbítur og gulrætur – 300g Aðferð: Steikið hakk á pönnu með góðu kryddi t.d. Best á allt og Grillkryddið frá Pottagöldrum og svo að sjálfsögðu salt og pipar. Ég …

Hakk og grænmetisspagetti Read More »

Lambalæri með bökuðu grænmeti og bernessósu

Lambalæri með bökuðum gulrótum, nípum og graskeri, steiktum sveppum og bernes sósu. Skammtur: 110 g lambalæri 360 g bakað grænmeti og steiktir sveppir 15 g bernessósa 15 g smjör 40 g af g-mjólk eða kaffirjóma (eða 50/50 blöndu þessu tvennu) til að setja út í kjötsoðið

Pylsur með öllu

Pylsur í kímbrauði með tómatsósu, sinnepi, remúlaði og steiktum lauk, rauðkáli og sveppum. Laukurinn, rauðkálið og sveppirnir eru steiktir á pönnu og persónulega reyni ég að fá laukinn smá stökkann og jafnvel örlítið brenndan. Ég nota sykurlausu Tiger tómatsósuna, sykurlaust sinnep og 15 g af remúlaði. Hádegismatur: 30 g kímbrauð í öryblygjuofni 100 g pylsur …

Pylsur með öllu Read More »

Hlaðborðið á Vox

Ég borðaði hádegismat á Vox í dag og fékk að sjálfsögðu frábæran mat eins og alltaf. Það er iðulega hægt að finna nóg af elduðu og fersku grænmeti sem auðvelt er að vigta á diskinn sinn ef það skiptir máli.