Kímflatkaka með hangikjöti
Steikt kímflatkaka með smjöri og hangikjöti.
Steikt hvítkál er ótrúlega gott og saðsamt. Sérstaklega með beikoni. Ég steiki beikonið fyrst á pönnu og tek það svo af pönnunni. Steiki hvítkálið upp úr beikonfitunni þar til það er orðið mjúkt. Krydda með salti og pipar. Geggjað gott.
Ljúffeng karrý kjúklingaloka í hveitikímbrauði. Kjúklingasalat: 100g eldaður kjúklingur með kryddmauki (mild curry sause). 20 g karrýkrydduð blómkálsgrjón 15g hvítlaukssósa Smá lime safi Salt og pipar Hveitikímbrauð: 55 g hveitikím 1msk möluð hörfræ (gold) 1 tsk husk 1 msk sesamfræ Herbamare salt 110 ml sjóðandi heitt vatn Öllu blandað saman og hrært vel í blöndunni …
Þessi uppskrift byggir á ketórétti frá Eldum rétt og ég gerði fráhaldsvæna útgáfu af.
Crispy duck er klárlega uppáhaldsmatur. Þessi er útgáfa er æðislega góð. Andarbringur með Romain salati, gúrkum, púrrulauk og sesamolíu.
Kjúklingalundir með rjómakarrýsósu, piparosti og steiktu grænmeti s.s. blómkáli, kúrbít og sveppum.
Geggjaður hamborgari með hrásalati. Ekkert brauð, bara kál undir, steitkir sveppir og heimagert hrásalat úr gulrótum og hvítkáli. Borið fram með nípu- og gulrótarfrönskum.
Pylsur með heimagerðu hrásalati og steiktu grænmeti, ekta lágkolvetna ruslmatur.
Á aðfangadag vill ég helst hafa purusteik í kvöldmat og hún hentar mjög vel fyrir fólk í fráhaldi því hún er ekkert nema vel kryddað og hreint kjöt með fitu. Það getur hins vegar verið smá trikk að elda purusteik rétt svo hún verði bæði safarík og með krispí puru. Í ár prufaði ég að …
Ég á yfirleitt afgang af elduðu nautahakki í ísskápnum sem ótrúlega gott og fljótlegt er að græja í dýrindismáltíð. Ég hef verið að prófa að nota meira grænmeti sem vex ofanjarðar og draga aðeins úr neyslu á rótargrænmeti. Að þessu sinni notaði ég sveppi, eggaldin og grænkál. Ég skar grænmetið í hæfilega bita og steikti …
Kjúklingalundir frá Holta er hægt að fá hreinar, án vatns og sykurs. Mér finnst mjög þægilegt að skella kjúklingalundum í eldfast mót ásamt kryddi, kotasælu og smá sólþurrkuðum tómötum og inn í ofn á 200°C í ca 25 mínútur. Hægt að bera fram með hvers kyns salati eða elduðu grænmeti. Ég nota oft bara afgangs …
Kjúklingasalat með kotasælu og sólþurrkuðum tómötum Read More »
Hamborgari með káli, steiktum sveppum og eggaldini, feta osti, hamborgarasósu á hveitikími brauði og með steinseljuskífum og sellerírótarfrönskum. Ég hef ekki gert mikið af rótargrænmetisfrönskum í gegnum tíðina en nú þegar Findusfranskarnar eru ófáanlegar þá verður kona bara að gera sínar franskar sjálf :) Ég ákvað að nota steinseljurót og sellerírót og skar sellerírótina í …
Hér ætti að vera aðvörun fyrir viðkvæma og vanmáttuga matarfíkla. Þessir kjúklingaleggir minna einna helst á KFC kjúklingabita. Þeir eru rosalegir. Ég rakst á þessa uppskrift hjá @actaullylowcarb á Instagram en aðlagaði hana og gerði fráhaldsvæna. Innihald: 1 bakki kjúklingaleggir (100% kjúklingur) 1 egg 1 poki af KIMs purusnakki Gott kjúklingakrydd að eigin vali Aðferð: Hakkið …
Ég er mikill fíkill í kartöflusalat og ég hef áður gert salat úr nípum (steinseljurót) sem var mjög gott. Að þessu sinni prófaði ég að gera út sellerírót því nípur voru ekki fáanlegar. Tilraunin er vel þess virði að setja inn hér. Hádegismatur: 100 g soðnar pylsur 75 g soðin sellerírót – skorin í ferninga …
Það ættu allir að verða saddir eftir þetta ljúffenga kjúklingasalat með stökku beikoni og grilluðu eggaldini.
Það er vel hægt að fá sér steik í morgumat í fráhaldi. Tilvalið að fá sér aðganga t.d. af lambalæri frá kvöldinu áður og borða með fetaosti og ávaxtasalati. Morgunmatur: 80 g lambalærissneiðar 20 g fetaostur (olía þurrkuð af með eldhúspappír) 240 g ávaxtasalat (gular og appelsínugular melónur, appelsínur og ananas)
Litirnir í þessum kjúklingarétti eru svo sumarlegir og bragðið er frábært.
Íslendingur á Quiznos, Lambabátur á Hlölla og hvað þetta heitir nú allt saman. Ég er búin að finna upp lækningu við þessum lambalokum og hún felst í þessum rétti. Ég notaði afgang af grilluðum lambakótilettum ofan á kímbrauðsneið ásamt piparosti, fetaost og bernaisesósu. 40g kímbrauðsneið gerð í örbylgjuofni 50 g lambakjöt 25 g piparostur 20 …