Kjöt

Steikt hvítkál með beikoni

Steikt hvítkál er ótrúlega gott og saðsamt. Sérstaklega með beikoni. Ég steiki beikonið fyrst á pönnu og tek það svo af pönnunni. Steiki hvítkálið upp úr beikonfitunni þar til það er orðið mjúkt. Krydda með salti og pipar. Geggjað gott.

Karrý kjúklingaloka

Ljúffeng karrý kjúklingaloka í hveitikímbrauði. Kjúklingasalat: 100g eldaður kjúklingur með kryddmauki (mild curry sause). 20 g karrýkrydduð blómkálsgrjón 15g hvítlaukssósa Smá lime safi Salt og pipar Hveitikímbrauð: 55 g hveitikím 1msk möluð hörfræ (gold) 1 tsk husk 1 msk sesamfræ Herbamare salt 110 ml sjóðandi heitt vatn Öllu blandað saman og hrært vel í blöndunni …

Karrý kjúklingaloka Read More »

Kjúklingasalat með kotasælu og sólþurrkuðum tómötum

Kjúklingalundir frá Holta er hægt að fá hreinar, án vatns og sykurs. Mér finnst mjög þægilegt að skella kjúklingalundum í eldfast mót ásamt kryddi, kotasælu og smá sólþurrkuðum tómötum og inn í ofn á 200°C í ca 25 mínútur. Hægt að bera fram með hvers kyns salati eða elduðu grænmeti. Ég nota oft bara afgangs …

Kjúklingasalat með kotasælu og sólþurrkuðum tómötum Read More »

Hamborgari með frönskum og skífum

Hamborgari með káli, steiktum sveppum og eggaldini, feta osti, hamborgarasósu á hveitikími brauði og með steinseljuskífum og sellerírótarfrönskum. Ég hef ekki gert mikið af rótargrænmetisfrönskum í gegnum tíðina en nú þegar Findusfranskarnar eru ófáanlegar þá verður kona bara að gera sínar franskar sjálf :) Ég ákvað að nota steinseljurót og sellerírót og skar sellerírótina í …

Hamborgari með frönskum og skífum Read More »

Steikur “KFC” kjúklingur án kolvetna

Hér ætti að vera aðvörun fyrir viðkvæma og vanmáttuga matarfíkla. Þessir kjúklingaleggir minna einna helst á KFC kjúklingabita. Þeir eru rosalegir. Ég rakst á þessa uppskrift hjá @actaullylowcarb á Instagram en aðlagaði hana og gerði fráhaldsvæna. Innihald:  1 bakki kjúklingaleggir (100% kjúklingur) 1 egg 1 poki af KIMs purusnakki Gott kjúklingakrydd að eigin vali Aðferð:  Hakkið …

Steikur “KFC” kjúklingur án kolvetna Read More »

Lambalærissneiðar með fetaosti og ávaxtasalati

Það er vel hægt að fá sér steik í morgumat í fráhaldi. Tilvalið að fá sér aðganga t.d. af lambalæri frá kvöldinu áður og borða með fetaosti og ávaxtasalati. Morgunmatur: 80 g lambalærissneiðar 20 g fetaostur (olía þurrkuð af með eldhúspappír) 240 g ávaxtasalat (gular og appelsínugular melónur, appelsínur og ananas)

Kímbrauðsneið með lambakjöti, osti og bernes

Íslendingur á Quiznos, Lambabátur á Hlölla og hvað þetta heitir nú allt saman. Ég er búin að finna upp lækningu við þessum lambalokum og hún felst í þessum rétti. Ég notaði afgang af grilluðum lambakótilettum ofan á kímbrauðsneið ásamt piparosti, fetaost og bernaisesósu. 40g kímbrauðsneið gerð í örbylgjuofni 50 g lambakjöt 25 g piparostur 20 …

Kímbrauðsneið með lambakjöti, osti og bernes Read More »