Kanelgotterí úr hveitikími

Jömmí útgáfa af kanilgotteríi úr hveitikími.

Uppskrift:

  • 35g hveitikím
  • 1msk hörfræmjöl
  • 1tsk sesam mjöl
  • 3tsk sykurlaus strásæta
  • 1tsk olía
  • 40g grísk jógúrt
  • 40g mjólk
  • vanilluduft
  • skvetta af sykurlausu vanillu sírópi
  • 1/4 tsk matarsódi
  • Kanill + strásæta á milli laga

Blanda öllu saman þar til blanda lítur út eins og hafragrautur. Pensla margnota bökunarpappír með olíu, ég nota hitaþolna avókadó olíu. Dreifa úr blöndunni og mynda þunna ferhyrndan flöt úr deiginu. Baka í 180°C heitum ofni í 15 mínútur.

Taka úr ofninum og skera í 3 lengjur. Strá kanil og strásætu á hvert lag og leggja þau svo hvert ofan á annað eða rúlla upp ef það gengur. Setja svo aftur inn í ofn á ca 100°C í aðrar 15 mínútur.

Skera svo í nokkra bita svo það sé auðveldara að borða kanilgotteríið.

Þetta fæ ég mér sem hluta af kvöldmat.

Alls: 35g hveitikím, 20g prótein

Leave a Comment