Kjúklingaloka BLT

Ég er búin að mastera uppáhaldasamlokuna mína. Ég er búin að prófa all nokkrar útgáfur af opnum BLT samlokum með hveitikímbrauði en þessi er framúrskarandi frábær.

Ég geri hálfgerðar vefjur úr hveitikíminu svo ég geti loka samlokunni eða vafið henni upp og borðað með höndunum.

Brauðið er miklu þynnra og betra og mjög auðvelt að taka lokuna með sér í nesti hvert sem er.

Fyllingin er síðan klassísk. Kjúklingur, beikon, kál, tómatar og mæjósósa.

Hveitikímloka:

  • 30g hveitikím
  • 1 tsk möluð graskersfræ (eða sesamfræ)
  • 1 msk möluð hörfræ
  • Herbamare
  • Sjóðandi heitt vatn ca 70g.

Fylling:

  • 100g eldaður kjúklingur og steikt beikon
  • 10-20g grísk jógúrt
  • 15g mæjó
  • 80g kál og tómatar 🍅