Salatvefjur með krispý önd
Crispy duck er klárlega uppáhaldsmatur. Þessi er útgáfa er æðislega góð. Andarbringur með Romain salati, gúrkum, púrrulauk og sesamolíu.
Crispy duck er klárlega uppáhaldsmatur. Þessi er útgáfa er æðislega góð. Andarbringur með Romain salati, gúrkum, púrrulauk og sesamolíu.
Pylsur með heimagerðu hrásalati og steiktu grænmeti, ekta lágkolvetna ruslmatur.
Þetta brokkólísalat er mjög gott með hvers konar kjöti t.d. grillaðri lambakótilettu og nípufrönskum.
Laxasalat: 50 g reykur lax 50 g ég 15 g majónes 1/2 tsk Maille “old style” Dijon sinnepskorn (ath inniheldur hvítvín í 3ja sæti innihaldslýsingar, má skipta út fyrir venjulegt Dijon sinnep) Hermesetas sætuefni 1 msk vatn
Kjúklingalundir frá Holta er hægt að fá hreinar, án vatns og sykurs. Mér finnst mjög þægilegt að skella kjúklingalundum í eldfast mót ásamt kryddi, kotasælu og smá sólþurrkuðum tómötum og inn í ofn á 200°C í ca 25 mínútur. Hægt að bera fram með hvers kyns salati eða elduðu grænmeti. Ég nota oft bara afgangs …
Kjúklingasalat með kotasælu og sólþurrkuðum tómötum Read More »
Ég er mikill fíkill í kartöflusalat og ég hef áður gert salat úr nípum (steinseljurót) sem var mjög gott. Að þessu sinni prófaði ég að gera út sellerírót því nípur voru ekki fáanlegar. Tilraunin er vel þess virði að setja inn hér. Hádegismatur: 100 g soðnar pylsur 75 g soðin sellerírót – skorin í ferninga …
Það ættu allir að verða saddir eftir þetta ljúffenga kjúklingasalat með stökku beikoni og grilluðu eggaldini.
Svo syndsamlega góð er þessi samloka að mér líður eins og ég ætti að borða hana í laumi. Kjúklingur og stökkt beikon í majónessósu ásamt ferksu salati og tómötum. BLT með kjúklingi er klárlega ein af mínum uppáhaldssamlokum. Þetta er þriðja útgáfan af BLT á síðunni og það er alltaf einhver smá munur. Kímbrauðsneið: Brauðsneiðina er fljótlegast …
Stundum fæ ég hreinlega löngun í sesarsalat og þá er að tilvalið að henda í kjúklingasalat með hveitikímsbrauðteningum og Sesar salatdressingu. Rosa gott! Salat: Eldaður kjúklingur (105 g á mann). Tilvalið að nota afgang af kjúklingi frá því kvöldið áður. Salat (240 g á mann) t.d. Romance salat, gúrka, tómatar. 5 g rifinn Parmigiano Reggiano ostur …
Ég er með algjört æði fyrir steiktu eggaldini þessa dagana. Súper einfalt og rosalega gott. Enn betra með spældu eggi.
Fór með syni mínum á American style og fékk mér Green Chick kjúklingasalat. Ég fékk alveg ágætissalat en þeir gætu gert miklu betur í að bjóða upp á aðra valkosti en brauð, franskar eða bakaða kartöflu. Salötin eru fín en þau innihalda einhver kolvetni á borð við brauðteninga og svo grunar mig að sósan sem …
Ég fékk innbláturinn fyrir þessu salati á veitingahúsi í New York. Þar pöntuðum við okkur ostabakka sem kom með alls konar gúmmelaði s.s. brauði, osti, salati og kavíar. Þar sem ég vildi ekki brauðið þá endaði ég á að borða bara salatið og ostinn með kavíar sem var algjört æði. Það er líka ótrúlega fljótlega …
Einfalt og fljótlegt salad með hráskinku og fetaosti. Þetta salat er svo auðvelt og tilvalið bæði að útbúa heima og í vinnunni þar sem ég hef aðgang að frábærum saladbar. Blandað salad (240 g). Bæti svo bara hráskinkunni við (50g) og fetaosti (50 g) ásamt 15 g af fetaolíunni.
Á ferðalagi í London í ágúst 2015 keypti ég mér þetta girnilega salat með smokkfiski frá Marks & Spencer. Úrvalið af salötum er alveg frábært hjá þeim en ég var að sjálfsögðu að leita að salati sem myndi henta mínu matarplani og skammtastærðum. Ég fékk ca. 100 g smokkfisk og 200 g salad út úr …
Hádegismatur: Kímbrauð (30-60 g) með kjúklinga- og beikonsalati (96 g) + grísk jógúrt (16 g) og majónes (15 g). Hægt að hafa kál og tómata með til að fá ekta BLT.
Túnfiskssalat á kímbrauð er mjög þægilegur hádegismatur til að taka með í nesti.
Ég hef lengi dýrkað pylsur með kartöflusalati og langaði að búa til eitthvað sem gæti komið í staðinn fyrir það. Úr varð þetta gómsæta nípusalat.