Pylsur með nípusalati

Ég hef lengi dýrkað pylsur með kartöflusalati og langaði að búa til eitthvað sem gæti komið í staðinn fyrir það. Úr varð þetta gómsæta nípusalat.

Innihald nípusalats:

  • 100 g nípur (soðnar)
  • 20 g laukur
  • 15 g púrrulaukur
  • 20 g majónes
  • Salt og pipar

Flysjið nípurnar og skerið í fremur smáa teninga og sjóðið í léttsöltuðu vatni í 10 mínútur.

Saxið gulan lauk og púrrulauk.

Vigtið 100g af soðnum nípum og setjið í skál og blandið svo öllum hinum hráefnunum saman við nípurnar. Kryddið eftir smekk með salti og pipar.

Borið fram með pylsum, kímbrauði, steiktum lauk og sveppum, sykurlausri tómatsósu, sykurlausu sinnepi og 10 g af remúlaði.

image

Kvöldmatur – pylsur (110 g), steiktur laukur og sveppir (50 g), nípur, laukur og púrrulaukur (135 g). Remúlaði (10 g) og majónes (20 g). Kímbrauð (30 g).  Svo er ágætt að fá sér bara hrátt grænmeti með til að klára grænmetisskammtinn.

image

Leave a Comment