Máltíðir

Hakk og grænmetisspagetti

Hakk og grænmetisspagetti með feta osti. Grænmetisspagettíið er gert úr ydduðum gulrótum og kúrbít. Máltíð:  Steikt hakk – 70g Feta ostur – 30 g Tómatar, laukur, kúrbítur og gulrætur – 300g Aðferð: Steikið hakk á pönnu með góðu kryddi t.d. Best á allt og Grillkryddið frá Pottagöldrum og svo að sjálfsögðu salt og pipar. Ég …

Hakk og grænmetisspagetti Read More »

Plómur með osti og Canderel

Bakaðar plómur með smurosti og Canderel. 240 g plómur 50 g Mascarpone ostur eða 11% hreinn Philadelphia ostur Canderel strásæta Skera plómur til helminga og fjarlægja steininn. Skipta ostinum á milli plœmanna (ca 1 tsk í hvern plómuhelming. Baka í ofni við 210°C í ca 10-15 mínútur.

Bláberjaís

Bláberjaísinn er gerður úr 180 g frosnum bláberjum og 100 g hreinu skyri. Bragðbætt með fljótandi sykurlausu sætuefni eins og Hermesetas. Berin og skyrið eru sett í skál og töfrasproti notaður til að mauka berin og blanda þessu öllu saman. Með þessu hafði ég vöfflur sem eru gerðar úr 1 eggi, 15 af sojahveiti og örlitlum …

Bláberjaís Read More »

Lambalæri með bökuðu grænmeti og bernessósu

Lambalæri með bökuðum gulrótum, nípum og graskeri, steiktum sveppum og bernes sósu. Skammtur: 110 g lambalæri 360 g bakað grænmeti og steiktir sveppir 15 g bernessósa 15 g smjör 40 g af g-mjólk eða kaffirjóma (eða 50/50 blöndu þessu tvennu) til að setja út í kjötsoðið

Pylsur með öllu

Pylsur í kímbrauði með tómatsósu, sinnepi, remúlaði og steiktum lauk, rauðkáli og sveppum. Laukurinn, rauðkálið og sveppirnir eru steiktir á pönnu og persónulega reyni ég að fá laukinn smá stökkann og jafnvel örlítið brenndan. Ég nota sykurlausu Tiger tómatsósuna, sykurlaust sinnep og 15 g af remúlaði. Hádegismatur: 30 g kímbrauð í öryblygjuofni 100 g pylsur …

Pylsur með öllu Read More »

Hlaðborðið á Vox

Ég borðaði hádegismat á Vox í dag og fékk að sjálfsögðu frábæran mat eins og alltaf. Það er iðulega hægt að finna nóg af elduðu og fersku grænmeti sem auðvelt er að vigta á diskinn sinn ef það skiptir máli.

Salad með parmaskinku og fetaosti

Einfalt og fljótlegt salad með hráskinku og fetaosti. Þetta salat er svo auðvelt og tilvalið bæði að útbúa heima og í vinnunni þar sem ég hef aðgang að frábærum saladbar. Blandað salad (240 g). Bæti svo bara hráskinkunni við (50g) og fetaosti (50 g) ásamt 15 g af fetaolíunni.

Calamari salad

Á ferðalagi í London í ágúst 2015 keypti ég mér þetta girnilega salat með smokkfiski frá Marks & Spencer. Úrvalið af salötum er alveg frábært hjá þeim en ég var að sjálfsögðu að leita að salati sem myndi henta mínu matarplani og skammtastærðum. Ég fékk ca. 100 g smokkfisk og 200 g salad út úr …

Calamari salad Read More »