Sykurlaus jarðaberjaís með vöfflu

Jarðaberjaís er gerður úr allt að 240 g af frosnum jarðaberjum og 100 g af hreinu skyri eða jógúrt ásamt sætuefni. Frosnu berjunum og skyrinu er blandað saman með töfrasprota eða í matvinnsluvél. Það borgar sig að borða ísinn strax því hann byrjar að bráðna fljótlega eftir að hann kemur í skálina. Afhverju ætti maður líka að vilja bíða með að borða hann, ég meina hann er geðveikur á bragðið!

Ísinn á myndinni hér fyrir neðan inniheldur 180 g af jarðaberjum og er því ljósbleikur.

Vöfflur: 

1 egg hrært saman við 15 gr soyjamjöl og smá skvettu af sykurlausu vanillu sírópi – setja smá olíu eða smjör í vöfflujárnið og baka tvær vöfflur. Þessar voru kannski svoldið í linari kanntinum en samt rosalega góðar og ætla að prófa næst að setja aðeins meira soyja. Ég setti örlítið af syskurlausa pancake sírópinu á vöfflurnar og rúllaði þeim upp og borðaði með ísnum.

20150715_102553

Leave a Comment