Ég prófaði í fyrsta skipti að þurrka epli í ofni um daginn og ég var mjög ánægð með útkomuna.
Ég eignaðist nýlega spíraller (spiralizer) sem getur skotið grænmeti og ávexti í þunnar skífur með lítilli fyrirhöfn.
Ég tók kjarnann úr einu epli og skellti því í græjuna og fékk út þessar fínu skífur sem fóru beint á bökunarpappír á bökunarplötu og inn í 180°C heitan ofn. Þar hafði ég eplið í 20 mínútur og tók þá stöðuna. Sumar skífurnar voru tilbúnar. Aðrar þurftu aðeins meiri tíma en ekki nema nokkrar mínútur.
Eplaskífurnar er hægt að borða á ýmsa vegu með morgunmat t.d út í jógúrt eða múffur. Þær er líka hægt að borða bara eintómar eins og snakk.
Að þessu sinni setti ég eplaskífurnar á pönnuköku ásamt sojahnetusmjörskremi sem gert er úr sojahnetusmjöri og kotasælu.