Það kann að hljóma kjánalega en það kallar í alvörunni fram góðar minningar hjá mér að drekka vatnsblandað djúsþykkni – helst appelsínu. Það er því ljúft að geta fengið eitthvað svipað þegar maður hættir að borða sykur.
Vatn með skvettu af sykurlausu hindberjasírópi (raspberry) frá Tyrani minnir líka svolítið á Ribenadjús. Ég mæli með þessu ef þú vilt smá bragð í vatnið þitt 🍹