Hér er fullkomin uppskrift að fráhaldsvænni súkkulaðibollaköku með sjúklega góðu kremi úr kotasælu og sojahnetusmjöri. Hver bollakaka notar aðeins 20 g af eggi og því er best að baka þrjár múffur í einu og eiga inni fyrir aðra máltíð. Bollakökurnar ættu að teymast ágætlega í ísskáp eða í íláti við stofuhita í 2-3 daga.
Innihald bollaköku (1stk):
- 20 g egg
- 10 g fituskert möndlumjöl eða sojahveiti
- 10 g Erythryol
- 1 tsk Walden Farms sykurlaust og kaloríusnautt súkkulaðisíróp
- Matarsódi á hnífsoddi
- 8 g mjólk
- Vanilluduft (t.d. frá Sollu)
- Sykurlaust French vanillusíróp (venjulegt vanillusíróp gengur líka)
- 2 g hreint sykurlaust kakó (má sleppa)
- 2 g olía (má sleppa t.d. ef borða á kökuna í morgunmat)
Byrja á því að brjóta eitt egg í skál og píska það saman í eggjahræru. Vigta svo öll hin innihaldsefnin saman í skál og setja 20 g af eggi út í blönduna. Hræra vel saman. Spreyja bollakökuform með olíu og setja deigið í formið. Elda í örbylgjuofni í 4 mínútur. Taka úr forminu og leyfa kökunni að kólana vel á disk áður en kremið er sett á.
Krem á eina bollaköku:
- 10 g sojahnetusmjör
- 10 g kotasæla
- Sykurlaust French vanilla síróp
- 5 g ristaðar sojahnetur
- LAVA salt frá Saltverk
Vigta sojahnetusmjör, kotasælu og French vanilla síróp saman í litla skál og setja í örybylgjuofn í 30 sek. Hræra vel saman þar til kremið verður silkimjúkt. Hella kreminu út á kökuna, mylja sojahneturnar og strá þeim út á kremið og setja loks smá klípu af Lava salti út á.






Þetta var svo morgunmaturinn minn þennan morguninn.
- Múffa (57 g protein)
- Kaffi með 80 g mjólk (20 g protein)
- 172 g skyr/grísk jógúrt búst (43 g protein)
- 240 g jarðaber
Pingback: Sojahnetugott - Plenty Sweet