Steikur “KFC” kjúklingur án kolvetna

Hér ætti að vera aðvörun fyrir viðkvæma og vanmáttuga matarfíkla. Þessir kjúklingaleggir minna einna helst á KFC kjúklingabita. Þeir eru rosalegir. Ég rakst á þessa uppskrift hjá @actaullylowcarb á Instagram en aðlagaði hana og gerði fráhaldsvæna.

Innihald: 

  • 1 bakki kjúklingaleggir (100% kjúklingur)
  • 1 egg
  • 1 poki af KIMs purusnakki
  • Gott kjúklingakrydd að eigin vali

Aðferð: 

  • Hakkið purusnakkið í matvinnsluvél þar til að verður mjög fíngert og kryddið með uppáhaldskjúklingakryddinu ykkar og smá salti og blandið vel saman.
  • Kryddið líka sjálfa leggina smá og nuddið vel inn í skinnið.
  • Brjótið egg í skál og pískið saman í eggjahræru.
  • Takið hvern legg og veltið honum upp úr egginu og svo upp úr purusnakkinu.
  • Steikið á pönnu í olíu með loki á á hvorri hlið í ca. 10 mínútur. Eflaust hægt að elda líka í ofni en búið ykkur undir að fitan úr purunni bulli vel í ofnmótinu sem kjúklingurinn er eldaður í.

Máltíðin mín samanstóð af:

  • 120 g eldaðir kjúklingaleggir (án beina)
  • 200 g grænmetisfranskar
  • 200 g hrá rófa
  • 30 g kokteilsósa

Leave a Comment