Sítrónukaka með smjörkremi

Þessi sítrónukaka er tilvalin í hádegismat t.d. um helgar eða þegar afmælisveisla er framundan.

Innihald:

  • 15 g hveitikím
  • 10 g sojahveiti eða fituskert möndlumjöl
  • 10 g Erythritol eða Natvia strásæta
  • 8 g mjólk
  • matarsódi
  • sítrónusafi úr 1/4 sítónu og smá raspaður sítrónubörkur
  • 2 g olía

Öllu blandað vel saman í skál. Best er að nota lítið kökumót og klippa bökunarpappír í botinn og spreyja svo með smá olíu að innan. Hella blöndunni í formið og baka í ofni í 20 15-20 míntútur við 180°C.

Smjörkrem:

  • Smjör 15-30 g
  • Sítónusafi
  • Melis eða annað sætuefni
  • Rifinn sítrónubörkur af 1/2 sítrónu

Blanda smjörinu saman við önnur innihaldsefni í litlum skömmtum og smakka til þar til kremið er hæfilega sætt og með mildu sítrónubragði. Ég notaði töfrasprota til að míka smjör við stofuhita og ná því silkimjúku áður en ég vigtaði það í kremið. Ég bætti svo sítrónusafanum, sætunni og berkinum út í og blandaði vel saman með. Athugið að smjörið blandast ekki vel við fljótandi sætu og því er eiginlega nauðsynlegt að nota strásætu eins og Melis eða Canderel. Gróf sæta gerir áferðina á kreminu grófari og því myndi ég síður nota t.d. Erythritol í kremið.

Leave a Comment