Pönnukaka með grískri jógúrt og ávöxtum

Hér er mín útgáfa af morgunverðarpönnuköku. Ég fæ mér þessa a.m.k. tvisvar sinnum í viku og alltaf um helgar.

Pönnukaka: 

  • 1 egg
  • 15 g sojamjöl
  • Matarsódi – á hnífsoddi
  • Sykurlaust vanillu síróp

Brjótið eggið í skjálina og bætið sojamjölinu og matarsódanum samanvið. Hrærið vel með písk eða gaffli. Bætið svo vanillusírópinu saman við þannig að degið verði seigfljótandi.

Setjið olíu á pönnu, hellið deginu úr skálinni yfir á pönnuna og notið sleikju. Steikið pönnukökuna í ca. 1 mínútu á hvorri hlið.

Mér finnst best að bera pönnukönuna fram með grískri jógúrt og ávöxtum. Blandið saman 100 g grísk jógúrt,  Hermestas sætudropum og French vanilla sykurlausu sírópi.

Skerið niður 240 g af ávöxtum s.s. jarðaberjum, bláberjum, melónu, ananas eða einhverjum öðrum safaríkum ávöxtum sem hentar ykkur.

Pönnukaka með jarðaberjum
Pönnukaka með jarðaberjum

 

 

 

 

Leave a Comment