Ommiletta með osti og hunangsmelónu

Ef maður er á hraðferð á morgnana þá mæli ég með því að skella í eina ommilettu. Það tekur nákvæmlega enga stund að gera ommilettu úr einu eggi og með osti og skinku. Það er líka gott að eiga niðurskorna melónu í boxi inni í ísskáp til að grípa í. Þær fást líka niðurskornar í sumum verslunum en það er talsvert dýrara að kaupa þær niðurskornar miðað við heilar.

Skammtur fyrir morgunmat:

  • 1 egg, 20 g skinka og 10 g ostur
  • 240 g hunangsmelóna

Þessi skammtur þýðir að ég get svo fengið mér góðan lattee með 80 g af mjólk.

image

Leave a Comment