Kanilsnúðar

Sykurlausir kanilsnúðar úr hveitikími.

Uppskrift:

  • 35 g hveitikím
  • 20 g sojahveiti (eða 50% fituskert möndlumjöl)
  • Smá matarsódi
  • 15 g sykurlaus strásæta
  • 40 g mjólk
  • 15 + 15 g smjör 
  • 1 msk sykurlaust Cinnamon síróp

Bræðið smjörið og vigtið þurrefnin, mjólkina og sírópið í skál. Blandið 15 g af smjöri við deigið í skálinni. Penslið margnota bökunarpappír með olíu. Fletjið deigið út á pappírinn í ferning . Gott að setja plast á milli deigsins og kökukeflisins. 

Penslið 15 g af smjöri á deigið, stráið kanil og strásætu t.d. Erythritol eða Canderel yfir. Rúllið deiginu vandlega í rúllu. Skerið í snúða og raðið á bökunarpappírinn sem svo fer á ofnplötu inn í 180°C heitan blástursofn í ca 15 mínútur. 

Kanilsnúðar

Leave a Comment