Veitingastaðir

Það getur verið erfitt að fara út að borða á veitingastöðum þegar maður er með miklar sérþarfir bæði varðandi innihald í mat og einnig varðandi magn. Hér eru hugmyndir að máltíðum sem ég hef pantað á veitingstöðum sem uppfylla mínar þarfir um innihald máltíða en ekki endilega staðir sem vigta máltíðir. Mér finnst betra að sjá um þá hluti sjálf.

Nautalund á Grillmarkaðinum

Ég fór á Grillmarkaðinn í tilefni af afmælinu mínu og var ánægð með matseðillinn. Það var ýmislegt í boði sem hentar lágkolvetna fráhaldsfólki eins og mér en mér leist best á steikurnar. Ég pantaði mér því stóra nautalund með létt steiktu grænmeti, salati og bernessósu. Steikinni fylgdi líka einhvers konar brún sósa sem kölluð var sveppagljái. …

Nautalund á Grillmarkaðinum Read More »

Hlaðborðið á Vox

Ég borðaði hádegismat á Vox í dag og fékk að sjálfsögðu frábæran mat eins og alltaf. Það er iðulega hægt að finna nóg af elduðu og fersku grænmeti sem auðvelt er að vigta á diskinn sinn ef það skiptir máli.