Matardagbók

Ketó Brunch

Stór bröns með tveimur spældum eggjum, beikoni og steiktu grænmeti. Sleppti að borða pylsuna. Kjúklingalundir með rjómakarrýsósu, piparosti og steiktu grænmeti s.s. blómkáli, kúrbít og sveppum.

15.-25. janúar

Alveg laus við sykur, korn og glúten í rúmar þrjár vikur. Fasta á morgnana en fæ mér kaffi. Borða stóra máltíð þegar ég kem heim úr vinnunni. Hér eru nokkrar myndir af máltíðum síðustu daga

14. janúar 2019

Það var heilsufarsmæling í boði í vinnunni í dag sem gaf mér stöðuna á mínum málum. Það er ágætt að fá það á hreint út úr hverju maður þarf að vinna sig og það er af nógu af taka. Ég er þakklát fyrir það að hafa verið sykurlaus í tvær vikur sem af er ári …

14. janúar 2019 Read More »

10.-13. janúar 2019

Ég var að glíma við það þessa helgi að vera ekkert svöng og því var maturinn minn lítið spennandi og ég borðaði aðallega örbylgjubrauð með áleggi og það sem ég hafði lyst á. Allt sykur- og hveitilaust og ketóvæn en því miður var lítið um grænmeti. Það er nauðsynlegt að borða og við viljum ekki …

10.-13. janúar 2019 Read More »

9. janúar 2019

Fastaði mest allan daginn. Morgunmatur: Kaffi kl. 11 og kl. 13. Máltíð kl. 17: Oppsies brauð með kjúklingasalati (kjúklingur, beikon og majónes) og 1/2 avókadó. Máltíð kl. 21:00: 40 g hráskinka, gullostur og 1/2 avókadó. Heimagerður snikkersmoli úr jarðhnetum, hnetusmjöri, kakó og smjöri.

7.-8. janúar 2019

Ég er að reyna að taka ketóföstu í nokkra daga og það virkar þannig að ég fæ mér kaffi á morgnana og svo tvær máltíðir innan 7 klukkutíma ramma og hvíli svo meltinguna í 17 tíma. Það er því minna um myndir af mat þessa dagana. 7. janúar Kaffi + ein máltíð 8. janúar Morgunmatur: …

7.-8. janúar 2019 Read More »

4. janúar 2019

Frekar erfiður matardagur og ekki nógu vel skipulagður og of mikið af millimáli. Ég gerði mataráætlun fyrir alla vikuna en ég hef breytt nokkuð mikið út frá henni því ég er að prufa mig áfram með hvað virkar best fyrir mig t.d. á morgnana. Ég hef oftast ekki lyst á morgumat og yfirleitt fæ ég …

4. janúar 2019 Read More »

3. janúar 2019

Ég var ekki svöng lagt fram eftir degi en það kom svo og beitt mig í afturendann um kvöldið. Hélt mig við ketó / low carb mat en veit ekki með skammtastærðir. Ekkert kaffi í dag. Morgunmatur: Þrír litir oppsies klattar með osti, skinku og majónesi í örbylgjuofni. Sprite Zero Aðalmáltíð Kjúklingalundir með Thai style …

3. janúar 2019 Read More »

2. janúar 2019

Gekk vel í dag og ekki farin að finna fyrir neinum sérstökum fráhvörfum af sykurleysinu. Var í fríi í dag og því ekkert mál að græja máltíðir. Morgunmatur: Ommiletta úr einu eggi með smá osti / sveppaosti og 2 beikon sneiðar. Kaffi með 50g rjóma. Hádegismatur: Oppsies klatti með 1tsk majónesi, osti og einni beikonsneið. …

2. janúar 2019 Read More »

1.janúar 2019

Matardagbók 1.1.2019 ⏰ Morgunmatur: Kaffi með 0,5 dl rjóma Hádegismatur: Hamborgari með osti, portobello svepp, salati og chipolte majónesi. Millimál: Oppsies brauð með osti, skinku og majónesi. Kvöldmatur: Lambahryggur með smjörsteiktu grænmeti og sveppaostasósu. Kók light. Sykurlaus súkkulaði mús.