14. janúar 2019

Það var heilsufarsmæling í boði í vinnunni í dag sem gaf mér stöðuna á mínum málum. Það er ágætt að fá það á hreint út úr hverju maður þarf að vinna sig og það er af nógu af taka.

Ég er þakklát fyrir það að hafa verið sykurlaus í tvær vikur sem af er ári og vera laus við löngun í sykur.

Ég kann mjög vel við ketó matinn og hann hentar mér mjög vel. Ég hef svoldið verið að borða af mér sykurlöngun með feitari mat en ég fann það í dag að mig er farið að langa í meira grænmeti og ferskari mat. Ég sakna ekki rótargrænmetis neitt og finnst blómkál, brokkólí, paprikur og baunaspírur ljómandi fínt meðlæti. Þess vegna fékk ég mér finnst í kvöldmatinn.

Ég er að fasta í 17 tíma en ég þarf að laga tímasetningar á máltíðum. B týpan í mér er búin að snúa öllu á hvolf.

Tveir kaffibollar í vinnunni.

Hér eru svo myndir af máltíðum dagsins:

Örbylgjuketóbrauð með túnfisksalati.

Ketó brúnka með 1 msk hnetusmjöri og fiber sýrópi.

Ofnbakaður lax með grænmeti og mæjónessósu.

Leave a Comment