Kjúklingavefja
Vefjur úr kími og hörfræjum.
Ljúffeng karrý kjúklingaloka í hveitikímbrauði. Kjúklingasalat: 100g eldaður kjúklingur með kryddmauki (mild curry sause). 20 g karrýkrydduð blómkálsgrjón 15g hvítlaukssósa Smá lime safi Salt og pipar Hveitikímbrauð: 55 g hveitikím 1msk möluð hörfræ (gold) 1 tsk husk 1 msk sesamfræ Herbamare salt 110 ml sjóðandi heitt vatn Öllu blandað saman og hrært vel í blöndunni …
Kjúklingalundir með rjómakarrýsósu, piparosti og steiktu grænmeti s.s. blómkáli, kúrbít og sveppum.
Kjúklingalundir frá Holta er hægt að fá hreinar, án vatns og sykurs. Mér finnst mjög þægilegt að skella kjúklingalundum í eldfast mót ásamt kryddi, kotasælu og smá sólþurrkuðum tómötum og inn í ofn á 200°C í ca 25 mínútur. Hægt að bera fram með hvers kyns salati eða elduðu grænmeti. Ég nota oft bara afgangs …
Kjúklingasalat með kotasælu og sólþurrkuðum tómötum Read More »
Hér ætti að vera aðvörun fyrir viðkvæma og vanmáttuga matarfíkla. Þessir kjúklingaleggir minna einna helst á KFC kjúklingabita. Þeir eru rosalegir. Ég rakst á þessa uppskrift hjá @actaullylowcarb á Instagram en aðlagaði hana og gerði fráhaldsvæna. Innihald: 1 bakki kjúklingaleggir (100% kjúklingur) 1 egg 1 poki af KIMs purusnakki Gott kjúklingakrydd að eigin vali Aðferð: Hakkið …
Það ættu allir að verða saddir eftir þetta ljúffenga kjúklingasalat með stökku beikoni og grilluðu eggaldini.
Litirnir í þessum kjúklingarétti eru svo sumarlegir og bragðið er frábært.
Svo syndsamlega góð er þessi samloka að mér líður eins og ég ætti að borða hana í laumi. Kjúklingur og stökkt beikon í majónessósu ásamt ferksu salati og tómötum. BLT með kjúklingi er klárlega ein af mínum uppáhaldssamlokum. Þetta er þriðja útgáfan af BLT á síðunni og það er alltaf einhver smá munur. Kímbrauðsneið: Brauðsneiðina er fljótlegast …
Stundum fæ ég hreinlega löngun í sesarsalat og þá er að tilvalið að henda í kjúklingasalat með hveitikímsbrauðteningum og Sesar salatdressingu. Rosa gott! Salat: Eldaður kjúklingur (105 g á mann). Tilvalið að nota afgang af kjúklingi frá því kvöldið áður. Salat (240 g á mann) t.d. Romance salat, gúrka, tómatar. 5 g rifinn Parmigiano Reggiano ostur …
Kjúklingur með tómatbasilsósu og brokkólí. Kjúklingarlundir: 1 bakki af kjúklingalundum Salt, pipar og Montral kjúklingakrydd Ferskur mozzarellaostur (hálf kúla eða nokkrar litlar kúlur) Aðferð: Krydda kjúklinginn, setja í eldfast mót og strá söxuðum mozzarellaostinum yfir. Inn í ofn á 180°C í ca. 25 mínútur. Tómatbasilsósa: 1 askja kirsuberjatómatar (250 g) Lúka af ferskum basil Hvítlauksgeiri …
Kjúklingalundir með mozzarella og tómatbasilsósu Read More »
Þennan kjúklingarétt gerði ég eftir að hafa séð svipaða uppskrift á netinu að kjúklingarétti með sólþurrkuðum tómötum og rjómaosti. Ég aðlagaði réttinn að mínum þörfum og skipti rómaosti út fyrir 11% Philadelphia ost og piparost. Þetta er mjög einfaldur réttur sem Kjúklingalærin eru krydduð með góðu kjúklingakryddi og sett í eldfast mót ásamt nokkrum sneiðum …
Kjúklingur með sólþurrkuðum tómötum og piparostasósu Read More »
Klassísk BLT kjúklingasamloka er ein af mínum uppáhaldssamlokum. BLT stendur að sjálfsögðu fyrir bacon, lettuce and tomatoes eða beikoni, káli og tómötum upp á íslenskuna. Þessi er frábær í hádeginu og ekkert mál að taka með í nesti. Brauðsneiðin er gerð úr 40 g kímbrauði sem ég geri hreinlega í örbylgjuofni. Salatið sjálft inniheldur svo: 60 g …
Þessi kjúklingaréttur er ótrúlega fljótlegur og góður. Ég hreinlega vef parmaskinku utan um kjúklingabringur sem ég hef kryddað með góðu kjúklingakryddi. Því næst set ég feta ost úr einni krukku út á kjúklinginn og eitthvað smá af olíu bara svo að kjúklingurinn festist ekki við ofnfasta mótið. Réttinn baka ég í ofni í ca. 40 …
Hádegismatur: Kímbrauð (30-60 g) með kjúklinga- og beikonsalati (96 g) + grísk jógúrt (16 g) og majónes (15 g). Hægt að hafa kál og tómata með til að fá ekta BLT.
Skyndibitamatur hefur fengið alveg nýja merkingu hjá mér. Grillaður kjúklingur og grænmetisfranskar.
Kjúklingur með fetaosti er fljótlegur og góður réttur sem hægt er að gera í ofni á ca. 30 mínútum.
Það er tilvalið að nýta afganga í þennan rétt. Ég notaði að þessu sinni afganga af kjúklingi og smjörsteiktu grænmeti frá kvöldinu áður. Setja olíu à pönnu til að steikja úr. Ég nota avókadó olíu. Saxa lauk (50 g) og skella á pönnuna. Svo bætti ég við hvítlauk, chili og rauðlauk. Ég kaupi það allt …
Núna þegar jólin og hátíðarnar nálgast þá hef ég verið að skoða leiðir til að aðlaga hefðbundna jólamatinn að mataræðinu með því að taka út allan sykur, korn og sterkju.