Ávextir
Þurrkuð epli
Ég prófaði í fyrsta skipti að þurrka epli í ofni um daginn og ég var mjög ánægð með útkomuna. Ég eignaðist nýlega spíraller (spiralizer) sem getur skotið grænmeti og ávexti í þunnar skífur með lítilli fyrirhöfn. Ég tók kjarnann úr einu epli og skellti því í græjuna og fékk út þessar fínu skífur sem fóru …
Bláberjabúst
Mér finnst erfitt að borða 240 g af bláberjum í morgunmat en það er ekkert mál þegar þau eru komin í gott búst. Þetta einfalda búst inniheldur 240 g bláber, 100 g skyr eða ab mjólk og 1 lúku af klaka. Öllu mixað saman í Nutribullet blandara í stutta stund. Ef of mikið af klökum …
Lambalærissneiðar með fetaosti og ávaxtasalati
Það er vel hægt að fá sér steik í morgumat í fráhaldi. Tilvalið að fá sér aðganga t.d. af lambalæri frá kvöldinu áður og borða með fetaosti og ávaxtasalati. Morgunmatur: 80 g lambalærissneiðar 20 g fetaostur (olía þurrkuð af með eldhúspappír) 240 g ávaxtasalat (gular og appelsínugular melónur, appelsínur og ananas)
Apríkósur með mozzarellaosti
Sætar og góðar apríkósur með mozzarellaosti og sykurlausri strásætu. 240 g apríkósur 40 g mozzarella ostur, litlu kúlurnar Canderell strásæta (eða sambærilegt) Aðferð: Apríkósurnar eru skornar til helminga og steininn tekinn úr. Mozzarella ostakúlur skornar í smærri bita og osturinn settur í holuna. Önnur útfærsla er að nota 11% Philadelphia smurost. Þennan ost þarf að …
Sykurlaus jarðaberjasulta
Einföld sykurlaus jarðaberjasulta sem passar með öllu. Það er tilvalið að nota jarðaber sem eru á síðasta snúning í sultugerðina. Ég vigtaði 150 g jarðaber og skar þau í bita, setti í pott og hitaði upp að suðu. Ég setti skvettu af Hermesetast sætu, stráði slatta af Canderell yfir og slurk af sykurlausu vanillusírópi. Ég …
Greipdjús
Greipdjús úr rauðu greiði, stevíu og 1 dl vatni. Skerið greip í tvo helmina og skafið svo eins mikið af aldinkjötinu og hægt er úr hýðinu beint í blenderinn. Passið að vigta hvað fer mikið af greipaldin í blenderinn ef það skiptir ykkur máli. Bæti svo við slatta af Hermesetas eða stevíu til að fá sætara …
Pönnukaka með ananas og vanillujógúrt
Pönnukaka með ananas og jógúrti með sykurlausu vanillu sírópi Uppskrift að pönnuköku má t.d. finna hér: Pönnukaka með jarðaberjum Niðursoðinn ananas í dós finnst mér bestur ef dósinn hefur verið geymd í ísskáp yfir nótt. Morgunmatur: Pönnukaka: 1 egg + 15 sojamjöl = 75 g protein Ananas: 240 g
Plómur með osti og Canderel
Bakaðar plómur með smurosti og Canderel. 240 g plómur 50 g Mascarpone ostur eða 11% hreinn Philadelphia ostur Canderel strásæta Skera plómur til helminga og fjarlægja steininn. Skipta ostinum á milli plœmanna (ca 1 tsk í hvern plómuhelming. Baka í ofni við 210°C í ca 10-15 mínútur.
Sykurlaus jarðaberjaís með vöfflu
Jarðaberjaís er gerður úr allt að 240 g af frosnum jarðaberjum og 100 g af hreinu skyri eða jógúrt ásamt sætuefni. Frosnu berjunum og skyrinu er blandað saman með töfrasprota eða í matvinnsluvél. Það borgar sig að borða ísinn strax því hann byrjar að bráðna fljótlega eftir að hann kemur í skálina. Afhverju ætti maður …
Bláberjaís
Bláberjaísinn er gerður úr 180 g frosnum bláberjum og 100 g hreinu skyri. Bragðbætt með fljótandi sykurlausu sætuefni eins og Hermesetas. Berin og skyrið eru sett í skál og töfrasproti notaður til að mauka berin og blanda þessu öllu saman. Með þessu hafði ég vöfflur sem eru gerðar úr 1 eggi, 15 af sojahveiti og örlitlum …
Jarðaberjaís úr frosnum jarðaberjum og skyri
Þetta er líklega einfaldasti og hollasti ís sem hægt er að ímynda sér. 240 g frosin jarðaber og 100 g af hreinu skyri. Sett í skál og svo er töfrasporti notaður til að mauka berin og blanda saman við skyrið. Ég set smá Stevíu eða Hermesetas sætuefni út í til að fá aðeins sætara bragð, …
Pönnukaka og berjaís
Hver hefði trúað því að maður gæti borðað ís og pönnuköku í morgunmat á hverjum degi án slæmrar samvisku. Þessi ís er búinn til úr 240 g af frosnum jarðaberjum og bláberjum og 100 g af skyri. Það er mjög einfalt að búa þenna ís til í matvinnsluvél eða hreinlega með töfrasprota. Pönnukakan inniheldur 1 …
Pönnukaka með steiktum eplum og sukrin gold
Pönnukaka með steiktum eplum er ótrúlega góð og hér er enn og aftur mælt með þessu í morgunmat. Það er hægt að bragðbæta eplin á ýsma vegu við steikinguna til að ná fram meiri karmelliseringu á þeim. T.d. má setja smá sukrin gold út á pönnuna á meðan maður er að steikja eplin ásamt kanil og …
Pönnukaka með cantaloupe melónu
Cantaloupe melóna er ótrúlega sæt og safarík á bragðið og passar mjög vel ofan á pönnuköku með smá grískri jógúrt. Hérna er skammturinn 240 g cantaloupe melóna, 100 g grísk jógúrt hræð út með sykurlausu vanillusírópi og Hermesetas sætuefni. Pönnukakan er úr einu eggi ,15 g af sojahveiti og smávegis af matarsóda og sykurlausu vanillusírópi.
Ommiletta með osti og hunangsmelónu
Ef maður er á hraðferð á morgnana þá mæli ég með því að skella í eina ommilettu. Það tekur nákvæmlega enga stund að gera ommilettu úr einu eggi og með osti og skinku. Það er líka gott að eiga niðurskorna melónu í boxi inni í ísskáp til að grípa í. Þær fást líka niðurskornar í …