Kímbrauð – Brauðbollur (30/60 g)

Þessar brauðbollur er best að baka í pörum því hver bolla þarf 1/2 egg (30 g) og fást því tvær bollur úr hverju eggi. Það hentar mér mjög vel að fá mér annaðhvort tvær  brauðbollur með áleggi í hádeginu eða eina með smjöri á kvöldin.

Innihald per brauðbollu:

  • 30 g hveitikím
  • 30 g egg
  • 20 g AB mjólk
  • 1-2 tsk sesam fræ
  • 1 tsk kúmen fræ
  • Herbamare salt
  • Best á allt kryddið eða sambærileg kryddblanda
  • Matarsódi á hnífsoddi
  • 2 msk vatn eða sykurlaust banansíróp ef þið viljið bananabrauð.

Ég byrja á því að brjóta egg í skál og píska það aðeins saman. Svo blanda ég öllum þurrefnunum saman í skál og passa að vigta allt saman rétt. Því næst set ég AB mjólkina og að síðustu vigta ég 30 g af pískaða egginu út í blönduna. Restina af egginu nota ég svo í næstu bollu.

Mér finnst ágætt að búa til nokkrar svona brauðbollur í einu og ég baka þær í sílikon formi fyrir sex múffur. Það smellpassar.

Brauðbollurnar þarf að baka í 200°C heimum ofni í 35 mín.

Bollurnar er auðvitað best að borða heitar með smjöri en það er vel hægt að geyma þær í nokkra daga í ísskáp til að taka með í nesti í vinnuna næstu daga. Svo má líka frysta þær til að geyma þær eitthvað lengur.

wpid-wp-1448410154487.jpg

wpid-wp-1448410164157.jpg

wpid-wp-1448410180123.jpg

 

Leave a Comment