Humar með hvítlaukssósu og kímbrauði

Ég skapaði nýja hefð með humri í hádegismat á jóladag. Ég elska humar og þessi hefð er komin til að vera.

Humar með hvítlauk er einn af mínum allra uppáhaldsréttum og það er hefð í minni fjölskyldu að hafa humar í forrétt á aðfangadag.

Þessari hefð var nú breytt og í staðinn hafði ég humarinn í hádegismat á jóladag. Og auðvitað er það svo miklu betra. Nú gat ég borðað mig pakksadda af humri án nokkurs samviskubits. Geggjað!

Undirbúningur:
Klippið í skelina á humrinum og hreinsið görnina úr. Raðið humrinum í eldfast mót sem búið er að smyrja með smjöri. Kryddið með Herbamare salti, saxaðri steinselju og krömdum hvítlauk og skvettið smá bræddu smjöri/olíu yfir humarinn líka.

Humarinn er bakaður í ofni í eldföstu móti á 190°C í 7-10 mínútur.

Hvítlaukssósa úr grískri jógúrt:

  • 40 g grísk jógúrt
  • 15 g smjör
  • Steinselja
  • Hvítlaukur

Bræðið smjörið í potti og bætið presstum hvítlauk og steinselju út í (bara eins mikið og þú vilt). Þegar smjörið er bráðnað setið í skál og blandið grísku jógúrtinni saman við.

image

image

Hádegismatur 25/12/15: Humahalar (110 g), hveitkímbrauð (50 g), grísk jógúrt (40 g) með hvítlaukssmjöri butter (15 g).

image

Hádegismatur 26/12/15 – humarhalar (100 g), grísk jógúrt (20 g), smjör (15 g), hveitikímbrauð (40 g).

image

image

Leave a Comment