Kjúklingur með frönskum nípum og gulrótum

Skyndibitamatur hefur fengið alveg nýja merkingu hjá mér. Grillaður kjúklingur og grænmetisfranskar.

Það er nánast alltaf hægt að fá grillaða Kjúklinga í Krónunni eða Hagkaup nú til dags. Þetta er minn skyndibitamatur alla leið.

Frönskurnar eru svo blanda af nípum og gulrótum frá Findus. Þær fást oft í Hagkaup, Nettó, Krónunni og Fjarðarkaup. Í sumar fengust þær meira að segja í búðinni á Tálknafirði.

Það er smávægileg sterkja í þessu Findus frönsku og þau sem þurfa að halda sig alfarið frá þessu geta skorið sitt grænmeti sjálf, velt upp úr smá olíu og Maldon salti og skellt í ofn.

Mér finnast svona franskar þurfa alveg 40 mínútur í ofni á 200°C til að verða góðar.

image

image

Leave a Comment