Það er tilvalið að nýta afganga í þennan rétt. Ég notaði að þessu sinni afganga af kjúklingi og smjörsteiktu grænmeti frá kvöldinu áður.
Setja olíu à pönnu til að steikja úr. Ég nota avókadó olíu. Saxa lauk (50 g) og skella á pönnuna. Svo bætti ég við hvítlauk, chili og rauðlauk. Ég kaupi það allt frosið og saxað í litlum pokum sem fást í Bónus. Því næst setti ég 1-2 tsk af Mild curry paste frá Patask og ca 2 dl af vatni.
Ég skar niður og vigtaði 110 grömm af kjúkling og skellti á pönnuna. Bætti svo eldaða grænmetinu út í og lét mála þarf til allt var orðið vel heitt.
Öllu hellt í djúpan disk og að lokum setti ég 40 g af grískri jógúrt út á réttinn.